Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48895
Markmið þessa verkefnis var að hanna tvíása sólrakingarkerfi staðsett í Reykjavík. Kerfið var hannað með íslenskt veðurfar í huga og voru reiknaðir kraftar settir á kerfið í fjórum mismunandi Inventor greiningum til að athuga styrk og virkni kerfisins miðað við veðurfar.
Tvíása kerfið stóðst allar greiningar og samkvæmt Inventor ætti það að geta verið í notkun á Íslandi. Reynt var að finna sem flestan búnað og íhluti fyrir kerfið hjá íslenskum söluaðilum svo auðvelt væri að nálgast efnisval og stuðla að aukinni notkun innlendra lausna.
Kostnaðargreining var gerð á bæði tvíása- og óhreyfanlegu kerfi til að gera samanburð. Áætluð orkuframleiðsla beggja kerfa var framkvæmd til að sýna hversu mikið tvíása kerfi framleiðir umfram óhreyfanlegt kerfi. Til að athuga hvort fjárhagslegur ávinningur væri á báðum kerfum var Matlab kóði búinn til, svo að hægt væri að reikna endurgreiðslutíma beggja kerfa. Það kom í ljós að þrátt fyrir að tvíása kerfið framleiðir meiri orku þá var óhreyfanlega kerfið fljótara að borga sig upp þar sem það notar minni búnað.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni.pdf | 21,76 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |