Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48896
Markmið þessa verkefnis er að hanna líkan af Nesjavallavirkjun með áherslu á varmastöðina. Notast verður við forritið Symmetry við að smíða líkanið. Inn í líkanið verður settur nýr varmaskiptir sem mun verða tekinn í notkun árið 2025 og keyrslur skoðaðar með og án hans.
Tilgangur verkefnisins er að skoða hvort líkan unnið í Symmetry gagnist við áframhaldandi vinnu hjá Orkuveitunni við að meta afleiðingar breytinga og mögulegar útfærslur á kerfum Nesjavallavirkjunar. Nokkur tilfelli verða skoðuð nánar þar sem mæld gildi verða sett inn í líkanið og áhrif nýs varmaskiptis skoðuð til samanburðar, meðal annars orkuálag varmaskiptana við mismunandi aðstæður og áhrif breytinga á hverfilsamstæður.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ErlaÍrena_ BScRitgerð.pdf | 2,59 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |