is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4892

Titill: 
  • Skilnaðir og áhrif þeirra á börn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Heimildaritgerð þessi er BA-ritgerð nemanda í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands en efni ritgerðarinnar var afmarkað við skilnaði og áhrif þeirra á börn og ungmenni. Í þessari ritgerð verður fyrst fjallað um skilnaði almennt en síðan verður leitast við að kanna hvaða áhrif skilnaður foreldra getur haft á börn þar sem kannaðar verða ýmsar rannsóknir og heimildir um það efni. Niðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að aukning hafi verið á skilnuðum síðastliðna áratugi og að skilnaðir hafi áhrif á börn með mismunandi hætti. Hvernig tekið er á málum er varða skilnað hefur mikið að segja um hvernig börn ná að takast á við skilnað foreldra og aðlagast breyttu lífi. Áhættuþættir skilnaða eru til dæmis deilur á milli foreldra eða skortur á samskiptum við foreldra eða aðra nákomna og geta þeir haft slæm áhrif á börn og aukið líkur á áhættuhegðun eins og til dæmis vímuefnavanda eða hegðunarvandamálum. Verndandi þættir skilnaðarbarna eru til að mynda góðir persónuleikaþættir barna, hæfir foreldrar og góður stuðningur við börnin og fjölskyldur þeirra. Ef þessir þættir eru til staðar eykur það líkur á að börn nái að aðlagast skilnuðum með góðum hætti.

Samþykkt: 
  • 3.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4892


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FORSÍÐApdf.pdf137.25 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
BA - RITGERÐ - RMO -Ritgerðin og heimildir - Lokaeintak.pdf331.73 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna