is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tæknifræðideild / Department of Applied Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48941

Titill: 
  • Sorpbrennsla á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um möguleika á innleiðingu smárra sorpbrennslustöðva á Íslandi með áherslu á hönnun, rekstur og umhverfisáhrif. Með auknum áskorunum í sorphirðu á heimsvísu stendur Ísland frammi fyrir vandamálum sem tengjast útflutningi sorps til
    Svíþjóðar til brennslu og takmarkaðri aðstöðu til urðunar.
    Í ritgerðinni er metin fyrirhuguð uppsetning á sorpbrennslustöð með afkastagetu upp á 2.500 tonn á ári á athafnasvæði Sorpstöðvarinnar Strönd á Rangárvöllum. Stöðin er þróuð af finnska tækniþróunarfyrirtækinu FerroPower OY í Orimattila í Finnlandi. Sorporka ehf.
    íslenskt fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í að finna lausnir á sorphirðuvandamálum stærri og minni sveitarfélaga á Íslandi, hefur í samstarfi við FerroPower unnið að því að aðlaga stöðina að íslenskum aðstæðum. Mun Sorporka fjármagna og reka stöðina í nánu samstarfi
    við starfsmenn Sorpstöðvarinnar Strönd. Stöðin, sem hönnuð er til að brenna sorp og nýta varmaorku til framleiðslu á heitu vatni, býður upp á sveigjanleika í stærð og getur unnið sjálfstætt í allt að viku án eftirlits, auk þess sem hún uppfyllir strangar umhverfiskröfur
    Evrópusambandsins.
    Ritgerðin inniheldur greiningu á sögulegri og núverandi þróun sorpbrennslu á Íslandi í samanburði við önnur Norðurlönd, með áherslu á kosti lítilla, dreifðra stöðva. Aðaláherslur ritgerðarinnar eru meðal annars samsetning sorps, orkunýting, og tækninýjungar eins og
    varmaskipti og hreinsibúnaður fyrir útblástur. Einnig er metin orkuvinnsla stöðvarinnar og áhrif hennar á sjálfbæra sorpstjórnun Íslands.
    Niðurstöður benda til þess að innleiðing slíkrar sorpbrennslustöðvar gæti dregið verulega úr þörf á urðun, minnkað losun gróðurhúsalofttegunda og aukið nýtingu endurnýjanlegrar orku fyrir nærsamfélög. Þessi ritgerð dregur fram möguleika og kosti þess að nýta nútímalega brennslutækni til að mæta þörfum Íslands í sorpstjórnun og orkunýtingu á sjálfbæran hátt.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis explores the potential for implementing small scale waste-to-energy (WtE) incineration plants in Iceland, focusing on design, operation, and environmental impact.
    As waste management faces increasing challenges globally, Iceland faces unique challenges with exporting waste to Sweden for incineration and the limitations of landfill space.
    This thesis evaluates the proposed installation of a 2.500 ton annual capacity incineration plant at the Waste management facility Strönd in Rangárvellir, southeast Iceland. The plant technology, incineration, environmental and pollution control has been developed by the Finnish company FerroPower OY in Orimattila, Finland. The Icelandic wasteto-energy company Sorporka ehf. has worked closely with FerroPower to adopt their technology for use in Iceland. The station is designed to produce hot water, offers scalability and autonomy for up to a week without supervision, while meeting the stringent environmental regulations of the European Union.
    The thesis includes an analysis of Iceland’s historical and current waste incineration practices compared to Nordic countries, emphasizing the benefits of decentralized, smallerscale plants. Key sections discuss waste composition, energy recovery efficiency, and technological innovations like heat exchangers and emissions reduction systems. Additionally, the thesis estimates the energy production potential of the plant and its implications for Iceland’s sustainable waste management strategies.
    Results indicate that implementing WtE incineration could significantly reduce reliance on landfills, decrease greenhouse gas emissions, and provide renewable energy for local communities. This thesis highlights the feasibility and advantages of adopting modern incineration technology to address Iceland’s waste management and energy needs in a
    sustainable manner.

Samþykkt: 
  • 9.1.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48941


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni___Sorpbrennsla_á_íslandi_KAK.pdf4,84 MBLokaður til...01.01.2028HeildartextiPDF