Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48962
Þessi ritgerð fjallar um hvernig hverfishópar á Facebook virka sem stafrænir vettvangar fyrir mótun og viðhald stéttarstöðu og sjálfsmyndar hverfa. Með orðræðugreiningu er greint hvernig samskipti íbúa endurspegla félagslega og efnahagslega stöðu þeirra, jafnframt því sem þátttakendur nýta hópana til að styrkja ímynd hverfisins. Niðurstöður sýna að hverfishópar á samfélagsmiðlum eru meira en einfaldir upplýsingamiðlar, þeir eru vettvangur þar sem valdahlutföll, gildi og norm taka á sig nýjar myndir og skapa félagsleg tengsl. Orðræða innan hópanna, svo sem um öryggi, snyrtimennsku og samheldni, getur verið notuð til að viðhalda eða endurskapa félagslega skiptingu. Til dæmis hefur hópurinn „Íbúasamtökin Betra Breiðholt“ lagt sérstaka áherslu á að snúa neikvæðri ímynd hverfisins í jákvæða með því að draga fram fjölbreytni og leggja áherslu á samfélagslega ábyrgð. Í „Vesturbærinn“ hópnum beinist umræðan hins vegar frekar að því að viðhalda stöðugleika og gæðum. Þannig verða þessir hópar vettvangur sjálfsmyndarsköpunar og félagslegrar mótunar. Orðræðugreiningin undirstrikar hvernig samfélagsmiðlar umbreyta hugmyndum um tengsl og nærumhverfi. Þátttaka í sýndarsamfélögum opnar nýjar leiðir til að efla tengsl og styrkja tilfinningu fyrir tilheyringu. Hverfishópar gegna því lykilhlutverki í mótun samfélagslegra viðmiða og endurskilgreiningu á félagslegum tengslum.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Stéttaskipting og sjálfsmynd í netheimum. Fanney Anna Ómarsdóttir..pdf | 400,14 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
| Yfirlýsing. Fanney Anna Ómarsdóttir .pdf | 1,86 MB | Lokaður | Yfirlýsing |