is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48978

Titill: 
  • „Ég er innflytjandi þegar við töpum og ég er Þjóðverji þegar við sigrum“ Stuðlar fótbolti að neikvæðri eða jákvæðri þjóðernishyggju?
  • Titill er á ensku „I am an immigrant when we lose and a German when we win“
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Íþróttalandslið eru tákn þjóðarinnar á fótboltavellinum, þau eiga að gera okkur stolt og sigra titla. Landsliðum gengur þó ekki alltaf vel og getur það vakið hörð viðbrögð bæði stuðningsmanna og fjölmiðla. Þá fylgja þeim stundum ásakanir um kynþáttafordóma og vanvirðingu gegn þjóðerni leikmanna sem getur ýtt undir sundrung milli hópa innan samfélagsins. Í þessari ritgerð verður reynt að svara því með hvaða hætti landslið í fótbolta hafa dregið fram neikvæðar eða jákvæðar hliðar þjóðernishyggju á 21. öldinni. Spurningunni verður svarað með því að taka fyrir tvö tilvik sem sett verða í fræðilegt samhengi. Í fræðikafla er fjallað um þjóðernishyggju og birtingarmynd hennar, jákvæðar og neikvæðar. Fyrra tilvikið er karlalandslið Þýskalands á árunum 2014-2018 og hið síðara er karlalandslið Frakklands á árunum 1998, 2010 og 2018. Í báðum löndum gengu þjóðin og landsliðin í gegnum tíma bæði sundrungar og sameiningar, fjaðrafoks og fagnaðarláta vegna frammistöðu liðanna eða vegna hegðunar leikmanna. Ritgerðin er hefðbundin heimildaritgerð sem notar fræðigreinar og fréttagreinar. Sýnt hefur að neikvæð áhrif í fótbolta er meira áberandi en jákvæð, neikvæð áhrif einkennast af þjóðernishyggju þar sem minnihlutahópar eiga undir högg að sækjast.

  • Útdráttur er á ensku

    National teams in football is supposed to be a symbol for the nation on the football field, the teams are supposed to make us proud and win trophies. However national teams don´t always do that which can provoke strong reactions from fans and media. Accusations of racism and disrespect to players background has come after games that have been lost, fueling divisions in the society between groups. This essay will attempt to answer the question of how national teams in football have highlighted negative or positive aspects of nationalism in the 21st century. The question will be answered by considering two cases that will be placed in theoretical context. The theoretical part of the essay will discuss nationalism and its manifestations, negative and positive. The first case is the German men´s national team from 2014-2018, and the second case is the French national team in the years 1998, 2010 and 2018. In both countries, the nation and the national team both went through periods of both division and unification, of upheaval and celebration due to the performance of the teams and the behavior of the players. The essay is a traditional thesis using academic articles and news articles. It has been shown that negative influences in football are more influential than positive ones, negative influences are characterized by nationalism where minorities have been under attack.

Samþykkt: 
  • 10.1.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48978


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ba Ritgerð Arngrímur (1).pdf742,46 kBLokaður til...21.02.2025HeildartextiPDF
Yfirlýsing_Arngr_A_Birgisson.pdf350,81 kBLokaðurYfirlýsingPDF