is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4898

Titill: 
  • Vistunarmat og málefni aldraðra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vistunarmat aldraðra er tæki sem notað er til að meta þörf aldraðra um vistun á öldrunarstofnun. Hér áður fyrr voru það stjórnendur stofnana sem tóku ákvörðun um hvern átti að vista á stofnun en með lögum um málefni aldraðra tók sú stefna breytingum. Með vistunarmati eru eingöngu þeir aldraðir vistaðir á stofnun sem með engu móti geta búið lengur í eigin húsnæði með aðstoð sveitafélaganna. Vistunarmat hefur tekið nokkrum breytingum frá því það var fyrst tekið í notkun, það er bæði hvaða menntunar er krafist af þeim er sjá um matið og hvernig matið fer fram. Sjálfsákvörðunarrétt aldraðra á að virða samkvæmt lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 og þær fagstéttir er vinna með öldruðum verða að hafa það í huga. Félagsráðgjafar vinna mikið með öldruðum og samkvæmt reglugerð um vistunarmat vegna hjúkrunarrýma nr. 1000/2008 er tekið fram að félagsráðgjafi með þekkingu á félagsþjónustu aldraðra eigi að vinna í vistunarmatsnefnd. Höfundur telur að með vistunarmati gangi vistun aldraðra á stofnun jafnt yfir alla hérlendis. Vistunarmat gerir það að verkum að þeir sem eru í hvað mestri þörf eftir vistun hverju sinni fá hana en þeir sem eru í minni þörf er veitt heimahjúkrun og heimaþjónusta. Vistunarmat gætir þar af leiðandi hagsmuna aldraðra á að fá þá þjónustu sem þeir þarfnast hverju sinni að mati höfundar.

Samþykkt: 
  • 3.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4898


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaeintak.pdf476.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna