is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48981

Titill: 
  • Fólk vill dafna - ekki bara lifa af: Ungmenni utan náms og vinnumarkaðar sem sækja námskeið í jákvæðri sálfræði
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hamingja er stór hluti af bæði einkalífi og starfi fólks. Jákvæð inngrip geta aukið vellíðan fólks og hjálpað til við að auka áhuga á lífinu, þekkja styrkleika sína og bætt viðhorf til hins betra. Oft er talað um að bjartsýni geti verið fólgin í því að sjá glasið hálffullt frekar en hálftómt, en það vita ekki allir hversu mikilvæg áhrif jákvæðni og bjartsýni getur haft á líf fólks.
    Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hver upplifun og reynsla ungmenna á aldrinum 16-29 ára sem eru án atvinnu og utan skóla (e. NEETs) er af því að sækja námskeið í jákvæðri sálfræði. Tekið var viðtal við fimm ungmenni sem setið höfðu slíkt námskeið, bæði í rýnihóp sem og einstaklingsviðtöl. Í viðtölunum var leitast við að spyrja bakgrunnsspurninga þar sem meðal annars er spurt um fjölskylduaðstæður, vini, upplifun af grunnskóla og vinnumarkaði. Einnig eru viðmælendur spurðir út í viðhorf, markmið, draumanám eða starf, upplifun og reynslu þeirra af námskeiðinu, einstöku þáttum í því og þá hvernig það hafi nýst þeim og hvað mætti betur fara og svo framvegis. Þetta er gert til þess að reyna fá fram þeirra upplifun og reynslu af stöðu þeirra á vinnumarkaði eða námi. Einnig hvaða hindranir stæðu í vegi fyrir því að þau færu í nám.
    Helstu niðurstöður leiddu í ljós að meirihlutanum fannst mikilvægt að reyna að komast aftur í vinnu eða nám eftir að hafa verið atvinnulaus til lengri tíma. Margt bendir einnig til þess að fólk í þessari stöðu þurfi á persónulegri ráðgjöf að halda og að hún þurfi að vera sniðin að þörfum hvers og eins. Þar geta náms- og starfsráðgjafar meðal annars verið mikilvægur hlekkur.

  • Útdráttur er á ensku

    Happiness is a significant part of people's lives both in their personal lives and at work. Positive interventions can enhance people's well-being and help increase interest in life, help them recognize their strengths, and improve their attitudes for the better. It is often said that optimism can be viewed as seeing the glass as half full rather than half empty, but not everyone knows the considerable impact that positivity and optimism can have on people's lives.
    The aim of this research was to explore the experiences and perceptions of young people aged 16-29 who are "Not in Education, Employment, or Training" (NEETs) regarding attending a course in positive psychology. Interviews were conducted with five young individuals who had taken such a course, both in a focus group and in individual interviews. The interviews sought to ask background questions, including inquiries about family situations, friends, experiences in primary school, and the labor market. Respondents were also asked about their attitudes, goals, dream education or job, support systems, their experiences with the course, specific aspects of it, how it benefited them, what could be improved, and so on. This was done to try to elicit their experiences and perceptions regarding their status in the labor market or education, as well as what barriers stood in their way to pursuing education.
    The main findings revealed that the majority felt it was important to try to return to work or education after being unemployed for an extended period. Much indicates that people in this situation need personalized guidance, which must be tailored to each individual's needs, where educational and career counselors can be an important link.

Samþykkt: 
  • 10.1.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48981


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fólk vill dafna - ekki bara lifa af.pdf655,75 kBLokaður til...31.01.2035HeildartextiPDF
yfirlysing_skemman.pdf28,7 kBLokaðurYfirlýsingPDF