is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4899

Titill: 
  • Ófrjósemi og úrræði. Upplifun kvenna af ítrekuðum tæknifrjóvgunum á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Að jafnaði er talað um að eitt af hverjum tíu pörum glími við ófrjósemi og er þessi ritgerð tileinkuð þeim hópi. Ritgerðin byggir á eigindlegri rannsókn á átta konum sem ganga hafa þurft í gegnum ítrekaðar tæknifrjóvganir á Íslandi. Markmiðið var að skoða upplifun þeirra á meðferðunum lið fyrir lið jafnhliða upplifun á viðmóti starfsfólks í sinn garð. Einnig að athuga hvort þeim lögum sem kveða á um að þeir sem ganga þurfa í gegnum tæknifrjóvgun sé boðin ráðgjöf eða sálfélagslega aðstoð félagsráðgjafa samhliða meðferð og reynslu þeirra af slíkri meðferð. Niðurstöðurnar gáfu til kynna að almenn upplifun kvennanna af viðmóti starfsfólks var mjög jákvæð. Upplifanir af meðferðunum einkenndust af miklum tilfinningasveiflum á milli svartsýni og bjartsýni. Við nánari skoðun virðist sem að upplifunin af viðmóti starfsfólks verði almennt neikvæðari eftir því sem erfiðleikarnir í meðferðunum urðu meiri. Þessar meðferðir reyndust konunum almennt mjög erfiðar og oft á tíðum virtist sem að eftir árangurslausa meðferð sætu þær einar eftir með vanlíðan sína. Í tilfellum þessara átta kvenna virðist sem ráðgjöf til þessa hóps sé ekki framfylgt og má af niðurstöðum draga þá ályktun að brotalöm sé á ráðgjöf og sálfélagslegum stuðningi samhliða tæknifrjóvgunarmeðferðum hér á landi.

Samþykkt: 
  • 3.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4899


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd ALA - forsida.pdf32.05 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Lokaritgerð ALA - heildartexti.pdf282.94 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna