is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48993

Titill: 
  • Eru tekjur einstaklinga, þ.m.t. greiðslur til þeirra vegna samgangna, skattlagðar með sanngjörnum hætti?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar var að skoða starfstengd bifreiða- og önnur styrkjahlunnindi og var notast við fyrirliggjandi gögn til að kanna hvort þau eru skattlögð með sanngjörnum hætti á Íslandi. Til samanburðar var skattlagning vegna samgangna hér á landi borin saman við sambærilega skattlagningu í Danmörku og Svíþjóð. Bifreiðahlunnindi eru skattlögð samkvæmt skattmati ríkisskattstjóra og skiptast í takmörkuð afnot og full og ótakmörkuð umráð yfir bifreið. Munur er gerður á skattlagningu eftir orkugjöfum, þar sem rafmagnsbifreiðar njóta hagstæðari skattmeðferðar en bifreiðar sem knúnar eru jarðefnaeldsneyti. Styrkir sem ætlaðir eru til að mæta kostnaði sem tengist starfi eru skattskyldir. Þeir bera tekjuskatt og útsvar en eru ekki gjaldstofn lífeyrissjóðsiðgjalda. Frádráttur vegna styrkja er heimill ef hann er tengdur atvinnurekstri, starfi eða styrk vegna náms eða rannsókna og vísindastarfa en frádrátturinn má aldrei vera hærri en styrkfjárhæðin sjálf. Samgöngustyrkir hvetja til vistvænna ferðamáta, svo sem almenningssamgöngur eða notkun reiðhjóla og eru skattfrjálsir ef þeir uppfylla skilyrði skattmatsins. Þeir gagnast þó aðallega íbúum þéttbýlisins, þar sem einkabíll er oftast óhjákvæmilegur í dreifbýli.
    Í Danmörku og Svíþjóð eru reglur um skattlagningu bifreiðahlunninda og ferðatengdra greiðslna sveigjanlegri. Í Danmörku eru bifreiðahlunnindi metin sem ótakmörkuð umráð og skattlögð með umhverfisálagi. Í Svíþjóð er samgöngustyrkur í boði og þar er miðað við fjarlægðir, tímasparnað og lágmarkskostnað, sem gerir reglurnar sveigjanlegar og skilvirkar fyrir starfsmenn.
    Helstu niðurstöður voru að hægt er að þróa nýtt skattkerfi á Íslandi sem tekur bæði tillit til jafnréttis og sjálfbærni. Það mundi bæta fjárhagslegt jafnrétti fyrir alla launþega, bæði fyrir þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu og í dreifbýlinu. Íslensk stjórnvöld geta litið til tekjuskattslaga í Danmörku og Svíþjóð varðandi ökutækjastyrk og bifreiðahlunnindi til að breyta íslenskum lögum til að koma á skilvirkari skattlagningu.

Samþykkt: 
  • 13.1.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48993


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf25,55 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaritgerð nýtt Pétur P.pdf446,49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna