is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4901

Titill: 
  • Þróun á sýnameðhöndlun til magngreiningar á amínósýrum með LC-MS/MS mæliaðferð
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þróun á mæliaðferð til magngreiningar á umbrotsefnum með LC-MS/MS er mikilvægur þáttur þegar að efnaskiptafræði er könnuð. En efnaskiptafræði gengur út á rannsóknir sem að kanna efnafræðilegt ferli út frá mismunandi umbrotsefnum. Umbrotsefni geta verið af ýmsum toga, má þar á meðal nefna amínósýrur, einnig geta þetta verið afurðir af virkum lifandi frumum sem eru í mismunandi ástandi og á mismunandi tíma í frumuhringnum. Umbrotsefni er hægt að nýta sem verkfæri þegar að kemur að sjúkdómsgreiningum. Í upphafi tilraunar var sýnameðhöndlun þróuð með það að leiðarljósi að fá sem bestu aðgreiningu á amínósýrum í frumuæti. Prófaðir voru átján mismunandi leysar til próteinfellingar áður en mæling fór fram á sýnunum með LC-MS/MS. Sú sýnameðhöndlun sem gaf bestu niðurstöðuna var þegar að framvkæmd var próteinfelling með 70:30 %v/v MeOH:ACN. Þrjár mismunandi LC-MS/MS mæliaðferðir voru notaðar við tilraunina. HPLC-MS/MS gaf bestu aðgreininguna á amínósýrunum og var því notuð til að magngreina amínósýrur í meðhöndlaðri og ómeðhöndlaðri krabbameinsfrumulínunni MCF-7. Krabbameinsfrumurnar voru annars vegar meðhöndlaðar með Aurora kinasa hindranum ZM447439 og hins vegar með krabbameinslyfjunum vinblastini, docetaxeli og doxórúbisíni. Magngreining á amínósýrum í krabbameinsfrumusýnum sýndi að greinileg lækkun fékkst á magni amínósýra í krabbameinsfrumum meðhöndlaðar með háum styrk af doxórúbisíni samanborið við ómeðhöndlaðar.

Samþykkt: 
  • 4.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4901


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þróun á sýnameðhöndlun til magngreiningar á amínósýrum með LC-MSMS mæliaðferð.pdf2.33 MBLokaðurHeildartextiPDF