is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4903

Titill: 
  • Hafa uppeldishættir foreldra áhrif á framvindu einkenna athyglisbrests með ofvirkni frá æsku til fullorðinsára?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Athyglisbrestur með ofvirkni, AMO, er algeng röskun á taugaþroska barna. Röskunin lýsir sér í vanda við að halda athygli, hemja hvatvísi og stjórna ofvirkni í hreyfingum. Einkenni eru ekki líkamleg heldur felast í hegðunarmynstri. Algengi meðal barna og unglinga á heimsvísu er talið vera um 5,2%. Erfðir eru taldar geta skýrt um 60 til 90% einkenna og að rekja megi um 20 til 30% einkenna til umhverfisþátta, þar með talið til uppeldis. Þátttakendur í þessari rannsókn voru 570 framhaldskólanemar, flestir á aldrinum 18-23 ára (89%). Þar af voru konur 310 talsins og karlar voru 237. Spurningalistar voru AMO I og AMO II, um hegðun í æsku og á síðustu sex mánuðum, og EMBU, um uppeldishætti foreldra. Rannsókninni var ætlað að meta áhrif uppeldishátta á þróun einkenna athyglisbrests með ofvirkni. Niðurstöður stigveldisaðhvarfsgreiningar sýndu að sterkustu tengsl þess að einkenni AMO séu til staðar á fullorðinsaldri eru að þau einkenni hafi verið til staðar í æsku. Uppeldishættir hafa áhrif á þróun einkenna. Höfnun hefur mestu áhrifin til að viðhalda eða ýta undir einkenni en tilfinningaleg hlýja mestu áhrifin til að draga úr einkennum. Ofverndun getur viðhaldið einkennum, sérstaklega athyglisbrests. Stúlkur fengu meiri hlýju en drengir en drengir sýndu meiri einkenni AMO en stúlkur.

Samþykkt: 
  • 4.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4903


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-Hafa uppeldishættir foreldra áhrif...pdf723.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna