is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49042

Titill: 
  • Tilgangur refsinga : eru fangelsi úrelt?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin „Tilgangur refsinga. Eru fangelsi úrelt?“ fjallar um þróun laga um fullnustu refsinga á Íslandi, rekur sögu fangelsa og kenningar um tilgang og markmið refsinga. Í ritgerðinni er sérstök áhersla lögð á breytingar sem urðu með lögum um fullnustu refsinga nr. 15/2016 og hvaða áhrif þær hafa haft á fullnustu refsinga á Íslandi. Einnig er framkvæmd fullnustu refsinga í Noregi gerð skil og gerður samanburður við hið íslenska kerfi.
    Niðurstöður ritgerðarinnar sýna að þrátt fyrir umbætur á fullnustulöggjöfinni er framkvæmd fullnustukerfisins enn að miklu leyti takmörkuð. Fjármagnsskortur og skortur á mögulegum úrræðum hefur áhrif á getu kerfisins til að veita nauðsynlega þjónustu á sviði geðheilbrigðis og félagslegrar aðstoðar við fanga. Á sama tíma hefur þjóðfélagsumræðan um nauðsyn fangelsa og hlutverk þeirra í samfélaginu þróast í takt við alvarlegri brot meðal yngri aldurshópa og aukna áherslu á öryggi almennings.
    Rannsókn ritgerðarinnar leiðir í ljós að fangelsi séu ekki úrelt úrræði þegar kemur að því að tryggja samfélagsöryggi, svala réttlætiskennd og veita viðbrögð við alvarlegustu brotum. Hins vegar eru fangelsi ekki varanleg lausn nema með því að auka áherslu á endurhæfingu fanga á meðan á afplánun stendur, sem myndi skila sér í betri samfélagsaðlögun og lægri endurkomutíðni í fangelsi. Án þeirrar þjónustu er hætta á að markmiðum refsinga verði ekki náð ekki á árangursríkan hátt.
    Því má segja að tilgangur refsinga sé að stuðla að samfélagsöryggi með ábyrgð og réttlæti, með aukinni áherslu á betrun og endurhæfingu fanga, sérstaklega hvað ungmenni varðar. Í ritgerðinni leggur höfundur því til að stjórnvöld leggi aukna áherslu á að móta heildstæða stefnu í fangelsismálum, þar sem samfélagsaðlögun og endurhæfing verði í fyrirrúmi, samhliða því að tryggja öryggi almennings.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis, „The purpose of punishment. Are prisons outdated?“ explores the development of legislation regarding the enforcement of criminal sentences in Iceland, tracing the history of prisons and theories on the purpose and goals of punishment. Particular emphasis is placed on the changes introduced with the Act on the Enforcement of Sentences No. 15/2016 and their impact on the implementation of sentencing in Iceland. Additionally, the Norwegian system of sentence enforcement is also examined and compared to the Icelandic system.
    The findings reveal that, despite legislative reforms, the practical application of the enforcement system remains limited due to insufficient funding and resources. This affects the system's ability to provide essential services, such as mental health care and social support for prisoners. At the same time, the discourse surrounding the necessity of prisons and their role in society has evolved, particularly in response to an increase in severe crimes among younger demographics and the growing emphasis on public safety.
    The research concludes that prisons are not an outdated solution, particularly in addressing public safety, satisfying the demand for justice, and responding to the most severe offenses. However, prisons are not a long-term solution unless paired with a stronger focus on rehabilitation and treatment, which are critical to fostering societal reintegration and reducing recidivism rates. Without such services, the objectives of criminal enforcement may not be achieved effectively.
    In summary, the purpose of punishment is to promote public safety through responsibility and justice while increasingly emphasizing rehabilitation and reintegration, especially concerning young offenders. The thesis proposes that the government prioritize a comprehensive strategy where societal reintegration and rehabilitation take center stage, alongside ensuring public safety.

Samþykkt: 
  • 14.1.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/49042


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tilgangur refsinga. Eru fangelsi úrelt?.pdf933,54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna