Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49048
Í þessari ritgerð er fjallað um dóm yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) frá 9. apríl 2024, í máli Verein KlimaSeniorinnen Scweiz o.fl. gegn Sviss. Í málinu héldu kærendur því fram að svissenska ríkið hefði brotið gegn réttindum þeirra samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu vegna ætlaðrar vanrækslu ríkisins á að grípa til viðeigandi ráðstafana til verndar einstaklingum fyrir skaðlegum afleiðingum loftslagsbreytinga af mannavöldum. Í dóminum var í meginatriðum leyst úr þremur álitamálum. Í fyrsta lagi hvort kærendur ættu kærurétt samkvæmt 34. gr. MSE, í öðru lagi hvort ríkið hefði brotið gegn 8. gr. MSE um friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu og loks í þriðja lagi hvort brotið hefði verið gegn 1. mgr. 6. gr. MSE um aðgang að dómstólum. Í stuttu máli varð niðurstaðan sú að samtökin ættu kærurétt, jafnframt því að svissneska ríkið hefði brotið gegn 8. gr., sem og 1. mgr. 6. gr. sáttmálans.
Í ritgerðinni er þess freistað að leggja mat á hvort niðurstöðurnar samræmist fyrri dómaframkvæmd dómstólsins sem og að gera grein fyrir þeim nýmælum sem í þeim felast. Lögfræðilega sker dómurinn sig úr fyrri dómaframkvæmd og hefur að geyma nokkur stefnumarkandi og mikilvæg nýmæli. Af forsendum dómsins er ljóst að hann er að nokkru reistur á því sem nefna má mannréttinda- og umhverfispólitísk rök, fremur en lögfræðileg, um hvaða leiðir sé æskilegt að fara til að skapa umhverfissamtökum aðgengi að dómstólum til að fá skorið úr um réttindi samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu í tengslum við ætlað aðgerðaleysi ríkis vegna skaðlegra áhrifa loftslagsbreytinga og áhrif þess á heilsu einstaklinga og lífsgæði. Hefur dómurinn verið gagnrýndur bæði lagalega og pólitískt. Þá er í ritgerðinni rökstutt að dómurinn kalli á að breytingar verði gerðar á íslenskum lögum ef koma á til móts við þær kröfur sem af honum leiða að því er varðar 1. mgr. 6. gr. MSE og möguleika umhverfissamtaka til að höfða mál fyrir dómstólum.
This thesis examines the landmark judgment of the Grand Chamber of the European Court of Human Rights delivered on April 9, 2024, in the case of Verein KlimaSeniorinnen Schweiz and Others v. Switzerland. In this case, the applicants alleged that the Swiss government had violated their rights under the European Convention on Human Rights by failing to take adequate measures to protect individuals from the adverse effects of climate change. The judgment addressed three core legal questions. First, whether the applicants had standing under Article 34 of the Convention. Second, whether Switzerland had violated Article 8 of the Convention, which guarantees the right to respect for private and family life, the home, and correspondence. Third, whether the state had breached Article 6(1) of the Convention, which protects the right to access a court. In short, the Court ultimately ruled that the non-governmental organization had standing and found that Switzerland had violated both Article 8 and Article 6(1) of the Convention.
This thesis evaluates the judgment's alignment with the Court’s prior case law while highlighting its novel and precedent-setting elements. Legally, the judgment represents a departure from established jurisprudence, introducing transformative principles in human rights law. It is evident from the Court’s reasoning that its decision is also influenced by human rights and environmental policy considerations. This reflects an effort to expand judicial avenues for environmental organizations seeking to assert the Convention rights in cases of alleged state inaction on climate change, particularly regarding its adverse effects on human health and well-being.
The judgment has faced criticism on both legal and political grounds. Moreover, this thesis argues that the judgment has far-reaching implications, i.e., necessitating amendments to Icelandic law to meet the standards set by the ruling, particularly regarding Article 6(1) of the Convention and the ability of environmental organizations to bring legal claims before domestic courts.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ML-Mannréttindi og loftslagsbreytingar 16.12.2024.pdf | 994,18 kB | Lokaður til...16.12.2025 | Heildartexti | ||
undirritud umsokn um lokadan adgang .pdf | 435,46 kB | Opinn | Beiðni um lokun | Skoða/Opna |