is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskipta- og hagfræðideild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business and Economics >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49050

Titill: 
  • Lykilþættir í vali á kaffibirgjum : rannsóknarverkefni fyrir Ölgerðina Egil Skallagrímsson
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi kannar hverjir veigamestu þættir eru í vali aðila á hótel- og veitingamarkaði á kaffibirgjum. Þjónustuþættirnir voru greindir út frá erlendum rannsóknum og var þeim skipt upp í sex megin þætti; verð, gæði og bragð, almenn þjónusta birgja, afhendingartíma vara, viðhalds- og viðgerðarþjónustu (við kaffivélar) og kaffivélar frá birgja. Undirþættir almennrar þjónustu voru; samskipti við söluaðila/tengilið birgja, samskipti við fjárhagsdeild/innheimtu, rafrænir reikningar og gæði vefsíðu.
    Þessi rannsókn var gerð fyrir Ölgerðina Egil Skallagrímsson sem varpaði fram þeirri beiðni að vilja innsýn inní hverjir veigamestu þættir væru í vali viðskiptavina þeirra innan hótel- og veitingamarkaðar á kaffibirgjum. Rannsóknin var framkvæmd með útsendingu á spurningarlista sem sendur var á 130 viðskiptavini Ölgerðarinnar innan hótel- og veitingamarkaðar.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að veigamestu þjónustuþættir í vali fyrirtækja á hótel- og veitingamarkaði á kaffibirgja eru almenn þjónusta birgja sem mælist bæði með mesta vægið sem og mikilvægasti þátturinn meðal þátttakenda. Næst mikilvægustu þættirnir eru gæði og bragð ásamt afhendingartíma vara. Verð, samskipti við sölumann/tengilið og viðhalds- og viðgerðarþjónusta (við kaffivélar) koma þar á eftir. Niðurstöður rannsóknarinnar koma að mestu heim og saman við erlendar rannsóknir sem hafa verið gerðar á viðfangsefninu.
    Rannsóknin varpar ljósi á þessa veigamestu þjónustuþætti sem og ánægju viðskiptavina Ölgerðarinnar á hverjum þætti fyrir sig og leiðir til að stuðla að aukinni ánægju viðskiptavina með þá þætti sem vega mest í þeirra augum. Auk þess gefur rannsóknin vísbendingar um hvernig nálgast megi nýja viðskiptavini innan hótel- og veitingamarkaðar.

Samþykkt: 
  • 14.1.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/49050


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc_Lokaverkefni_Lykilþættir í vali á kaffibirgjum_Inga Ragna Ingjaldsdottir.pdf2,02 MBLokaður til...18.12.2031HeildartextiPDF
Beidni-um-lokun-lokaverkefnis---Undirskrift-deildar_undirritad.pdf104,36 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna