is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4907

Titill: 
 • In situ myndandi hlaup til lyfjagjafar á slímhúð
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Matrixmetallópróteinasar (MMP) er hópur ensíma sem greinst hafa í auknum mæli í tannholdsbólgum og munnangri. Sýnt hefur verið fram á að bæling á virkni MMP flýtir bata og dregur úr fylgikvillum þessara sjúkdóma. Doxýsýklín er tetrasýklínsamband af svonefndri annarri kynslóð. Rannsóknir hafa sýnt að doxýsýklín er sterkur hemill á virkni MMP og klínískar tilraunir hafa leitt í ljós að staðbundin meðhöndlun á munnangri með smáskammta doxýsýklínhlaupi flýtir bata. Tetrasýklín sameindir eru óstöðugar og viðkvæmar fyrir þáttum eins og hýdrólýsu, ljósi og háu hitastigi. Doxýsýklín er þar engin undantekning en er samt með stöðugri tetrasýklín samböndum. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að stöðugleiki doxýsýklíns eykst þegar það er míkróhúðað með algínati.
  Markmið verkefnisins var að kanna áhrif hýdroxýprópýl-β-sýklódextrín (HP-β-CD) á stöðugleika doxýsýklíns sem míkróhúðað er með algínati og að þróa in-situ myndandi hlaup sem lyfjaform fyrir míkróhúðað doxýsýklín.
  Niðurstöður sýndu að stöðugleiki doxýsýklíns sem míkróhúðað var með algínati með úðaþurrkunaraðferð eykst þegar HP-β-CD er bætt við lausnina sem úðaþurrkuð er. Áhrif hitastigs á heimtur við úðaþurrkun voru einnig kannaðar og kom fram að heimtur aukast með hækkuðu hitastigi. Þó þarf að gæta þess að doxýcýklín er viðkvæmt fyrir háum hita.
  Unnið var að þróun vatnsfrírrar in situ hlaupmyndandi lausnar sem innihélt algínathúðað doxýsýklín. Þær fjölliður sem komu helst við sögu voru Karbópól 974-P og Plúronik F-127. Niðurstöður verkefnisins sýna að Karbópól hentar illa í vatnsfríum lausnum og Plúronik virðist missa eiginleika sína, a.m.k. að einhverju leyti.
  Talsverð vinna er enn eftir í leitinni að vatnsfrírri in situ hlaupmyndandi samsetningu sem hentar fyrir jafn viðkvæm lyf og doxýsýklín. Þetta verkefni veitir innsýn í þá erfiðleika sem upp geta komið og settar eru fram tillögur að því hvernig rannsóknunum verði framhaldið.

Athugasemdir: 
 • Ritgerðin er lokuð til júlí 2015
Samþykkt: 
 • 4.5.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4907


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
In situ myndandi hlaup til lyfjagjafar á slímhúð.pdf1.8 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna