Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49074
Eftirfarandi heimildaritgerð er lokaverkefni til BA-gráðu í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Markmið ritgerðarinnar er tvíþætt: Annars vegar að kanna hvort samband sé á milli þess að vera með ADHD og vímuefnaröskun og hins vegar að skoða hver aðkoma félagsráðgjafa gæti verið í vinnu með einstaklingum í slíku samhengi. Athyglisbrestur með ofvirkni er tíð taugaþroskaröskun sem felur í sér einkenni athyglisbrests, ofvirkni og/eða hvatvísi. Algengt er að einstaklingar sem eru með ADHD séu einnig með aðrar fylgiraskanir sem geta haft áhrif á greiningu og meðferð ADHD einkenna. Því hefur verið haldið fram að vímuefnaröskun sé algengasta fylgiröskun ADHD og hafa rannsóknir sýnt fram á að tíðni ADHD sé há meðal einstaklinga sem leita sér aðstoðar vegna vímuefnanotkun sinnar. Tvíþættur vandi sem þessi getur verið flókinn en með faglegri þekkingu félagsráðgjafa má finna mögulegar lausnir. Félagsráðgjafar nota ýmsar fræðilegar kenningar og nálganir í þeim tilgangi að öðlast heildarsýn á aðstæður notenda sem hjálpar til við að kortleggja vandann og finna lausnir. Hlutverk félagsráðgjafa er fjölbreytt og geta þeir starfað innan mismunandi stofnana. Þegar kemur að vinnu með einstaklingum með ADHD og vímuefnaröskun geta félagsráðgjafar meðal annars veitt upplýsingar um réttindamál og stuðning ásamt því að veita viðeigandi ráðgjöf. Út frá niðurstöðum ritgerðarinnar má draga þá ályktun að þrátt fyrir að hægt sé að tengja ADHD og vímuefnaröskun saman með ýmsum hætti þá sýna rannsóknir ekki fram á skýrt orsakasamband þar á milli. Efni ritgerðarinnar dregur jafnframt fram mikilvægi þess að einstaklingar séu meðvitaðir um ADHD einkenni sín, þar sem þau kunna að hafa neikvæðar afleiðingar á líf einstaklings sem geta ýtt undir auknar líkur á vímuefnanotkun.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
hle14_HarpaLindEgilsdottir_BAritgerð.pdf | 381,85 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
YfirlýsingLokaverkefni.pdf | 665,51 kB | Lokaður | Yfirlýsing |