Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4908
Fjölskyldusamráð er aðferð sem er notuð í mörgum löndum og þar á meðal í Skandínavíu. Aðferðin byggir á samvinnu barnaverndaryfirvalda við fjölskyldur og félagslegt tengslanet þeirra. Sérstök áhersla er lögð á sjónarhorn barna og að þau fá tækifæri til að koma skoðun sinni á framfæri. Ætlunin var að innleiða aðferðina hér á landi og voru nokkur fjölskyldusamráð framkvæmd á árunum 2005 og 2006. Síðan hefur ekki verið notast við hana. Tilgangur þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á ástæður þess að ekki tókst að innleiða fjölskyldusamráð á Íslandi og verður það gert með því að bera saman innleiðingarferli hérlendis við innleiðingarferlið í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Til þess eru notaðar fræðilegar heimildir, rannsóknir, skýrslur og lög landanna er snerta barnavernd og félagsþjónustu. Þar sem ekki hefur verið mikið skrifað um fjölskyldusamráð á Íslandi var leitað til nokkurra aðila sem unnu með aðferðina hjá Reykjavíkurborg. Í ljós kom að nokkur atriði vantaði upp á innleiðinguna hér og voru gagnleg við innleiðinguna annars staðar, sem dæmi má nefna að á Íslandi var ekki stofnað embætti samhæfingaraðila sem í hinum löndunum gegndi hlutverki ráðgjafa og stuðningsaðila við þau sveitarfélög sem voru að innleiða fjölskyldusamráð. Í ritgerðinni verður einnig fjallað um hvort grundvöllur sé til staðar fyrir fjölskyldusamráð hér á landi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
!loka loka útgáfa.pdf | 667.7 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |