Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/491
Skýrsla þessi er unnin í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem áhugi var fyrir því hjá stofnuninni að skoða hvernig bæta mætti fyrirkomulag ráðningarferlis og móttöku nýliða.
Til að kanna hvernig staðið hefur verið að ráðningum starfsmanna hingað til og hvaða móttökur þeir hafa fengið fyrstu vinnudagana voru sendir út spurningalistar til starfsmanna. Byggt var á lagskiptu slembiúrtaki þar sem 25% starfsmanna voru spurðir 25 spurninga. Svarhlutfall var tæplega 60%. Það sem vakti fyrir skýrsluhöfundum var að komast að því hvernig starfsmenn upplifðu starfsráðningu sína og móttökur á nýjum vinnustað.
Helstu niðurstöður úr könnuninni voru m.a. þær að tæpur helmingur starfsmanna sagðist hafa sótt um vinnu vegna hvatningar frá öðrum starfsmönnum HSS, rúmur helmingur fór í starfsviðtal en ekki nema 49% skrifuðu undir ráðningarsamning. Mikill meirihluti sagði að sér hafi verið kynnt starfslýsing og að reyndur starfsmaður hafi tekið á móti þeim fyrsta vinnudaginn sem og að þeir hafi verið kynntir fyrir samstarfsfólki sínu. Það kemur líka fram að 80% starfsmanna voru ekki kynntar öryggisreglur á vinnustað, 89% var ekki boðið að fara á námskeið í byrjun starfs hjá HSS og að lokum sögðust 77% vera ánægðir í starfi í dag.
Að lokum eru helstu niðurstöður úr könnuninni ásamt viðtölum við yfirmenn stofnunarinnar skoðaðar með tilliti til fræðanna og lagðar fram tillögur sem stuðla eiga að því að gera ráðningarferlið og móttökurnar markvissari og faglegri. Höfundar lögðu meðal annars fram flæðirit um ráðningarferli, gátlista fyrir móttöku nýliða og tillögur að móttökubæklingnum „Velkomin(n) til starfa hjá HHS“ auk þess sem höfundar fullkláruðu drög sem lágu fyrir um verkferli er tekur á ráðningarferlinu.
Lykilorð:
• Ráðningarferli
• Starfsmannaval
• Nýliði
• Móttaka
• Mannauðsstjórnun
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
radnhss.pdf | 805.56 kB | Takmarkaður | Ráðningarferli og móttaka nýliða hjá HSS - heild | ||
radnhss-e.pdf | 167.75 kB | Opinn | Ráðningarferli og móttaka nýliða hjá HSS - efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
radnhss-h.pdf | 138.65 kB | Opinn | Ráðningarferli og móttaka nýliða hjá HSS - heimildaskrá | Skoða/Opna | |
radnhss-u.pdf | 139.49 kB | Opinn | Ráðningarferli og móttaka nýliða hjá HSS - útdráttur | Skoða/Opna |