is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4910

Titill: 
  • Mansal: Konur í kynlífsþrælkun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mansal er skipulögð glæpastarfsemi sem lýtur að því að kaupa og selja konur til kynlífsþrælkunar. Starfsemin teygir anga sína víða og veltir miklum fjármunum ár hvert. Mikill fjöldi kvenna verður manseljendum að bráð á hverju ári en tölur um fórnarlömb eru á reiki.
    Alþjóðasamfélagið hefur samþykkt samninga sem gerðir hafa verið um aðgerðir gegn mansali sem þjóðir heimsins hafa ýmist skrifað undir eða fullgilt. Þessir samningar eru Palermó-bókun Sameinuðu þjóðanna og samningur Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali.
    Mansal á Íslandi er nýtilkomið fyrirbæri en samt sem áður staðreynd. Gripið hefur verið til aðgerða gegn því með það að leiðarljósi að vernda fórnarlömbin. Ríkisstjórnin setti fram ítarlega aðgerðaáætlun um mansal árið 2009 og skipaði sérfræði- og samhæfingarteymi. Vinna teymisins og vinna við aðgerðaáætlunina er þegar hafin. Starf félagsráðgjafa með mansalsfórnarlömbum á Íslandi er á byrjunarstigi og því margt sem huga þarf að til að veita þessum fórnarlömbum sem bestu félagslegu, andlegu og líkamlegu aðstoð sem völ er á hverju sinni. Það tekst einungis ef allir aðilar samþætta aðstoð sína og samvinna yfirvalda og frjálsra félagasamtaka er náin.

Samþykkt: 
  • 4.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4910


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.A Lokaskil PDF.pdf772.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna