Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4911
Í þessari ritgerð er fjallað um fæðingartíðni og þróun hennar hér á landi. Gert er grein fyrir þáttum sem geta haft áhrif á fæðingartíðni eins og fjölskyldustöðu, menntun kvenna, atvinnuþátttöku kvenna, velferðarkerfi og efnahag. Þessir þættir eru sérstaklega skoðaðir með tilliti til efnahagskreppunnar á Íslandi 2008-2009 og mögulegra áhrifa hennar á fæðingartíðni. Vegna umræðu í þjóðfélaginu, um jákvæð áhrif efnahagskreppunnar á frjósemi, er skoðað hvað liggur þar að baki og hvort slík þróun hafi átt sér stað hér á landi. Ritgerð þessi er heimildaritgerð og horft er til Norðurlandanna til þess að fá samanburð við Ísland. Niðurstaðan er að sú hækkun sem varð á fæðingartíðni á árunum 2008-2009 sé að öllum líkindum ekki vegna efnahagsþrenginga heldur sé hún framhald á þeirri hækkun sem hefur átt sér stað síðan 2002. Mat höfundar er að ákveðnir hópar í samfélaginu eru líklegir til þess að seinka barneignum vegna efnahagskreppunnar en það hafi ekki áhrif á heildarþróun fæðingartíðni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-ritgerð Kolbrún Bragadóttir.pdf | 324,65 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |