Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49117
As the Icelandic pension system grows in size and significance, so does the need for transparency in risk management of the pension funds. This includes annual actuarial assessments of each fund and their underlying assumptions. This thesis aims to develop a mortality model tailored to Stapi Pension Fund and evaluate how well the standard actuarial assumptions on mortality rates align with Stapi-specific data. Gompertz-Makeham models were used to capture mortality rates in the Stapi population. When possible, methodology was adopted from reports by the Icelandic Actuarial Association (FÍT). The comparison indicated that FÍT models, particularly the newest iterations, might underestimate mortality rates in the Stapi population. The demographic composition of the fund was analyzed to identify trends relevant to risk management and to provide context for the findings of the mortality models. Life expectancy estimates derived from Stapi models were compared to those by FÍT, showing consistent discrepancy between the Stapi estimates and FÍT estimates. The difference in life expectancy at 60 years old, without adjusting for disability rates, was 2 years for women while it was 4 years for men. Recent research indicating a widening longevity gap based on socioeconomic factors, such as education level, might explain some of the findings but would need further investigation. Additionally, a Cox proportional hazards model and Aalen’s additive regression model were implemented to investigate the influence of key demographic variables, including gender, nationality, and occupation, on mortality rates within the Stapi population.
Although the results were consistent and plausible, limitations need to be considered. This includes refining the methods used to estimate parameters for Gompertz-Makeham models to be further aligned with FÍT and extending the modeling to include disability rates that are known to vary between funds.
Eftir því sem umfang og mikilvægi íslenska lífeyriskerfisins vex, eykst þörfin á gagnsæi í áhættustýringu lífeyrissjóðanna. Þar á meðal eru árlegar tryggingafræðilegar úttektir á hverjum sjóði og þær forsendur sem liggja til grundvallar. Markmið þessarar ritgerðar var að þróa dánarlíkön byggð á gögnum frá Stapa lífeyrissjóði og meta hversu vel tryggingafræðilegar staðalforsendur um dánartíðni endurspegla reynslu sjóðsins. Gompertz-Makeham líkön byggð á gögnum frá Stapa voru þróuð, aðferðafræði var byggð á skýrslum frá félagi íslenskra tryggingastærðfræðinga (FÍT) þegar kostur var á. Niðurstöður benda til þess að líkön FÍT, þá sérstaklega nýjasta útgáfa, vanmeti dánartíðni meðal sjóðfélaga Stapa. Lýðfræðileg samsetning sjóðsins var einnig greind í þeim tilgangi að bera kennsl á þróun sem gæti gefið aukið samhengi við niðurstöður dánarlíkananna eða haft þýðingu fyrir áhættustýringu sjóðsins. Lífslíkur, sem reiknaðar voru útfrá dánarlíkönum Stapa, voru bornar saman við lífslíkur sem FÍT gefur út og sýndi samanburður mun á lífslíkum við 60 ára aldur uppá 2 ár fyrir konur og 4 ár fyrir karla. Nýlegar rannsóknir, sem benda til vaxandi mun á lífslíkum eftir félags- og efnahagslegri stöðu, svo sem menntunarstigi, gæti útskýrt hluta af þessum niðurstöðum en frekari rannsóknir eru nauðsynlegar. Til viðbótar voru Cox og Aalens líkön byggð á gögnum frá Stapa notuð til að meta áhrif kyns, þjóðernis og starfsstéttar á dánartíðni meðal sjóðfélaga Stapa.
Þrátt fyrir að niðurstöður ritgerðarinnar séu samhljóma og rými að mörgu leiti við nýlegar rannsóknir þarf að horfa til ákveðna takmarkana sem eru til staðar. Breyta mætti aðferðafræði til að samræmast enn frekar FÍT , þá helst við mat á stiklum fyrir Gompertz-Makeham líkön. Einnig væri gagnlegt að bæta inn mati á áhrifum örorku á dánartíðni, en þekkt er að tíðni örorku er ólík milli sjóða og gæti það útskýrt hluta niðurstaðna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MAS_lokaverkefni_AKK.pdf | 2,28 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlýsing_AKK.pdf | 1,91 MB | Lokaður | Yfirlýsing |