is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4913

Titill: 
  • Samspil réttmætisreglu og jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar við töku matskenndra stjórnvaldsákvarðana
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni, sem ber heitið Samspil réttmætisreglu og jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar við töku matskenndra stjórnvaldsákvarðana, er leitast við að gera grein fyrir tveimur efnisreglum stjórnsýsluréttar. Annars vegar ólögfestri réttmætisreglu stjórnsýsluréttar og hins vegar jafnræðisreglu sem bæði á sér stoð í 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og vernduð er af 65. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Reglurnar er bornar saman og samspil þeirra við töku stjórnvaldsákvarðana kannað. Fjallað er um efnisreglur stjórnsýsluréttar almennt og um matskenndar stjórnvaldsákvarðanir til að auðvelda síðari umfjöllun um reglurnar tvær. Fjallað er um réttmætisregluna, fræðilegan grundvöll reglunnar, þróun hennar og hvaða aðferð er beitt við greiningu málefnalegra sjónarmiða annars vegar og greiningu ómálefnalegra sjónarmiða hins vegar. Þá er fjallað um jafnræðisregluna bæði samkvæmt stjórnarskrá og stjórnsýslulögum, greint frá þeim mismunandi þáttum sem felast í reglunni og þeirri aðferð sem beitt er af íslenskum dómstólum og Mannréttindadómstól Evrópu við mat á því hvort tilvik séu sambærileg og hvað geti réttlætt mismunandi meðferð sambærilegra tilvika. Til að kanna samspil beitingar reglnanna eru annars vegar skoðuð samkeppnistilvik, þau tilvik þegar gæði sem stjórnvöld veita eru það takmörkuð að þau verða ekki veitt öllum sem eftir þeim sækjast, og hins vegar samanburðartilvik, þegar tvær eða fleiri stjórnvaldsákvarðanir eru bornar saman með það að markmiði að kanna hvort stjórnvöld hafa gætt samræmis. Að síðustu er leitast við að taka saman með heildstæðum hætti hvernig reglunum er beitt við töku matskenndra stjórnvaldsákvarðana. Meðal niðurstaðna var að reglurnar tvær falla að einhverju leyti saman en báðar reglurnar hafa eftir sem áður sjálfstætt efnislegt inntak sem gerð er grein fyrir í ritgerðinni.

Samþykkt: 
  • 4.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4913


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elin Osk 3mai2010doc.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna