is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49142

Titill: 
  • Einkenni kulnunar meðal háskólakennara á Íslandi: Áhættuþættir í starfsumhverfi.
  • Titill er á ensku Symptoms of Burnout Among University Teachers in Iceland: Risk factors in the work environment
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna einkenni kulnunar meðal háskólakennara sem og að skoða áhrif starfsumhverfis og starfsaðstæðna á einkenni kulnunar. Auk bakgrunnsbreyta (kyns, aldurs og fjárhagsstöðu) voru skoðaðir fjórir áhrifaþættir sem fyrri rannsóknir benda til að gætu verið áhættuþættir kulnunar, en hafa ekki áður verið kannaðir meðal íslenskra háskólakennara: Magn vinnu, togstreita milli starfsþátta (s.s., milli tíma og orku sem fer í rannsóknir, kennslu og aðra starfsþætti), upplifuð sanngirni innan stofnunar og jafnvægi vinnu og einkalífs. Netkönnun var lögð fyrir allt akademískt félagsfólk í Félagi háskólakennara (FH), Félagi háskólakennara á Akureyri (FHA) og Félagi prófessora við ríkisháskóla (FPR). Svör bárust frá 505 þátttakendum (47% svarhlutfall) og tilgátur prófaðar með stigveldisaðhvarfsgreiningu og óháðu t-prófi.
    Heilt yfir sýndu niðurstöðurnar að kulnun er verulegt vandamál innan háskólasamfélagsins; 40,6% þátttakenda mældust með mikil eða mjög mikil einkenni kulnunar. Líkt og spáð var mældust konur með meiri einkenni kulnunar en karlar. Einkenni kulnunar voru meiri á meðal þeirra sem voru yngri sem og þeirra sem glíma við erfiða fjárhagsstöðu. Eins og var spáð tengdist aukið magn vinnu auknum einkennum kulnunar. Því var einnig spáð, og það staðfest, að meiri togstreita starfsþátta tengdist meiri einkennum kulnunar. Enn fremur gerðu tilgátur ráð fyrir því að aukið ójafnvægi milli vinnu og einkalífs og upplifun á ósanngirni innan stofnunarinnar spáði fyrir um meiri einkenni kulnunar. Þær tilgátur voru staðfestar. Sömuleiðis sýndi stigveldis- aðhvarfsgreiningin að þrjár síðast nefndu breyturnar sem taka til misræmis eða togstreitu á vinnustaðnum (togstreita starfsþátta, upplifuð sanngirni og jafnvægi vinnu og einkalífs) höfðu marktæk áhrif á kulnunareinkenni þegar stjórnað hafði verið fyrir öllum öðrum breytum. Það líkan hafði einnig besta forspárgildið líkt og spáð var. Þessum þáttum ætti því að gefa sérstakan gaum í frekari rannsóknum og aðgerðum háskólanna vegna kulnunar. Niðurstöðurnar benda til að nauðsynlegt sé að bæta vinnuskilyrði háskólakennara og vinna gegn kulnun í starfsstéttinni.
    Lykilorð: Kulnun, háskólar, sanngirni, álag, jafnvægi, togstreita.

  • The aim of the study was to examine the characteristics of burnout among university teachers and to investigate the impact of work environment and working conditions on burnout symptoms. In addition to background variables (gender, age, and financial status), four influencing factors were explored that previous studies suggest could be risk factors for burnout but have not been previously examined among Icelandic university teachers: workload, role conflict (e.g., between the time and energy dedicated to research, teaching, and other work-related tasks), perceived fairness within the institution, and work-life balance. An online survey was distributed to all academic members of the Icelandic Association of University Teachers (FH), the Association of University Teachers in Akureyri (FHA), and the State University Professors' Union (FPR). Responses were received from 505 participants (47% response rate), and hypotheses were tested using hierarchical regression analysis and independent t-tests.
    Overall, the findings revealed that burnout is a significant issue within the university community; 40.6% of participants reported high or very high levels of burnout symptoms. As predicted, women reported higher levels of burnout symptoms than men, burnout symptoms were higher among younger individuals and those experiencing financial difficulties. As predicted, higher workload was associated with increased burnout symptoms. It was also confirmed that greater role conflict was linked to more pronounced burnout symptoms. Furthermore, it was hypothesized, and supported by the data, that greater imbalance between work and personal life, as well as perceptions of unfairness within the institution, predicted higher levels of burnout symptoms. The hierarchical regression analysis also demonstrated that the three measures assessing discrepancies or conflicts (role conflict, perceived fairness within the institution, and work-life balance) had significant effects on burnout symptoms, even when controlling for all other variables. This model also had the best predictive value, as hypothesized. Therefore, these factors should be given special attention in further research and in institutional measures addressing burnout. The results suggest that it is essential to improve working conditions for university teachers and take steps to mitigate burnout in this profession.
    Keywords: Burnout, University, workload, role conflict, perceived fairness, work-life balance

Samþykkt: 
  • 3.2.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/49142


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þorkell MagnússonSkemma MSc 2.pdf1,09 MBLokaður til...01.03.2028HeildartextiPDF
Lokaverkefni.pdf461,12 kBLokaðurYfirlýsingPDF