en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Iceland University of the Arts > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus) >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/49148

Title: 
  • Title is in Icelandic Maryanne Amacher : lifandi viðföng rafvæðingar
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Eftir seinni heimsstyrjöldina hófst nýr kafli í sögu tónlistar. Tækninýjungar í hljóðtækni kynntu til leiks nýjar víddir rafhljóðanna. Með raftónlistinni byrjaði afstaða til tónlistar að breytast, hvernig við njótum hennar og sköpum hana en einnig hvernig við hlustum. Maryanne Amacher (1938-2009) kemur við sögu á umbrotatíma eftirstríðsáranna með djúpstæða innsýn í samfléttaða þróun tækni og tónlistar. Hún var í hópi frumkvöðla sem leituðu nýrra leiða til að upplifa og hlusta á tónlist og fóru þvert á hefðbundin form tón-, mynd-, innsetningar-, gjörninga- og hugmyndalista. Hún notaði fjarskiptakerfi, segulbandstæki, hermigervla og hljóðblöndunartæki til að gera tilraunir með hlustun og upplifun tóna með vísindalegri nálgun. Hún setti upp tónverk með óhefðbundnum miðlum, oft í samstarfi við arkitekta eða myndlistarfólk, sem ekki var hægt að upplifa öðruvísi en að vera staddur í innsetningu þeirra. Í þessari ritgerð verður rýnt í hugmyndafræði og heimspeki sem Amacher nýtti í tónsmíðar sínar og skoðað hvernig hröð þróun tækni og vísinda birtist henni og samfélaginu í kring. Maryanne Amacher vildi skapa tónlist sem væri djúp og flókin upplifun fyrir hlustandann og sem tækni framtíðarinnar myndi eiga í erfiðleikum með að líkja eftir. Þetta gerði hún með því að ögra tilbúnum tónlistarformum, skapa nýja miðla og nýjar leiðir til að upplifa tónlist. Tónlist Amacher miðlar hugmyndum, hvetur hlustandann til að finna sig á nýjum stað í víddum hljóðanna sem taka stöðugum breytingum.

Accepted: 
  • Feb 3, 2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/49148


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BAritgerð_Magga_19.feb_Lokaskil.pdf1,13 MBOpenComplete TextPDFView/Open