is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49149

Titill: 
  • Aftur til fortíðar; með menningarminjum Kvennaskólans í Reykjavík
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er fjallað um hvernig greina megi á milli hversdagslegra hluta, rusls og menningarsögulegra verðmæta og hvaða hlutverki opinbert regluverk gegnir þegar kemur að vinnu annarra en safna þegar unnið er með óskráðan safnkost. Niðurstöður benda til að samstarf ólíkra aðila, skráning og upplýsingaöflun séu lykilþættir í því að ákvarða hvaða munir teljast til menningararfs. Einnig er ljóst að þegar hlutir eru teknir úr sínu upphaflega samhengi og settir í nýtt samhengi geta þeir öðlast nýja merkingu og aukið verðmæti.
    Sú skráningarvinna sem hefur átt sér stað á áður óskráðum safnkosti Kvennaskólans í Reykjavík er þungamiðja í þessari rannsókn og sýnir hvernig munir sem áður voru taldir rusl urðu að menningarverðmætum með ítarlegri rannsóknar- og skráningarvinnu. Þar kom í ljós að skortur á opinberum leiðbeiningum og regluverki getur haft neikvæð áhrif á afdrif óskráðs safnkosts sem ekki er þegar í höndum safna.
    Rannsóknin staðfestir einnig að menningararfur er ekki fastur eða óbreytanlegur, heldur háður skilgreiningu, samhengi og túlkun. Hún dregur fram mikilvægi samvinnu ýmissa aðila þegar unnið er með möguleg menningarverðmæti, sem og þörfina fyrir markvissari leiðbeiningar og reglugerðir á þessu sviði. Þannig veitir hún mikilvægt framlag til umræðunnar um menningararf og hlutverk hans í nútímasamfélagi.

  • Útdráttur er á ensku

    This study explores how to distinguish between everyday objects, waste, and items of cultural and historical significance, as well as the role of public regulations in guiding work with undocumented collections by entities other than museums. Findings suggest that collaboration between diverse stakeholders, thorough documentation, and information gathering are key factors in determining what qualifies as cultural heritage. Additionally, the study reveals that when objects are removed from their original context and placed in a new one, they can acquire new meanings and increased value.
    The documentation work carried out on previously undocumented collections at the Reykjavik Women’s College forms the core of this research, demonstrating how items once considered waste were transformed into cultural assets through detailed research and cataloging efforts. The findings underscore that the absence of public guidelines and regulatory frameworks can negatively impact the fate of undocumented collections outside museum institutions.
    The study also confirms that cultural heritage is neither fixed nor immutable but shaped by definitions, context, and interpretation. It highlights the importance of collaboration among various stakeholders when working with potential cultural assets and underscores the need for more targeted guidelines and regulations in this field. As such, it makes a significant contribution to the discourse on cultural heritage and its role in contemporary society.

Samþykkt: 
  • 4.2.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/49149


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RakelTanjaBjarnadóttir_ML_lokaverk.pdf479,68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna