is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4915

Titill: 
 • Fjárhagsleg endurskipulagning hlutafélaga og aðkoma kröfuhafa
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Ritgerðin fjallar um lagalegan grundvöll fjárhagslegrar endurskipulagningar hlutafélags í atvinnurekstri ásamt heimildum kröfuhafa til aðkomu að endurskipulagningunni. Markmið ritgerðarinnar er að veita heildarmynd af því regluverki og varpa ljósi á mögulegar lagalegar úrbætur. Einblínt er á hlutafélög sem eru orðin of skuldsett, standa því illa fjárhagslega og geta ekki staðið undir greiðslubyrði sinni lengur og neyðast þar með til þess að endursemja við kröfuhafa eða leita þeirra úrræða sem lög um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991 bjóða upp á. Í ritgerðinni er farið yfir lagalegar afleiðingar greiðslufalls, aðkomu kröfuhafa og leiðir til fjárhagslegrar endurskipulagningar samkvæmt hinum ýmsu réttarsviðum. Einnig er því velt upp hvort leyfa eigi stjórnendum þeirra hlutafélaga sem ganga í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu áframhaldandi setu í stjórn meðan á fjárhagslegri endurskipulagningu stendur og eftir að henni lýkur. Því næst er gerð grein fyrir réttarstöðu starfsmanna hlutafélaga með hliðsjón af réttarframkvæmd íslenskra dómstóla og Evrópudómstólsins. Auk umfjöllunar um íslensk viðmið í upphafi ritgerðar verða í seinni hluta hennar dregin fram alþjóðleg viðmið og tæpt á reglum sem gilda í Bandaríkjunum, Bretlandi og í Danmörku um fjárhagslega endurskipulagningu og aðkomu kröfuhafa. Þær reglur eru bornar saman við þær íslensku.
  Efni ritgerðarinnar byggist að mestu leyti á íslenskri löggjöf og þá er aðallega horft til íslenskra laga um hlutafélög nr. 2/1995 og til íslenskra laga um gjaldþrotaskipti nr. 21/1991. Tilvísun til laga verður seint fullnægjandi heimild þess efnis sem hér er rætt um og þá sérstaklega í ljósi þess að lítið hefur verið skrifað um fjárhagslega endurskipulagningu af íslenskum lögfræðingum. Þess vegna er heimilda leitað út fyrir landsteinana. Einnig eru dómafordæmi skoðuð sem og úrskurðir og álit stjórnvalda.
  Helstu niðurstöður eru eftirfarandi:
  I. Reglusetning um stjórnarhætti hlutafélaga í atvinnurekstri myndi meðal annars stuðla að vernd gegn misnotkun.
  II. Skapa þyrfti heildstætt regluverk um fjárhagslega endurskipulagningu lífvænlegra og þjóðhagslega hagvæmra fyrirtækja.
  III. Kröfuhafar þyrftu að fá heimild til þess að krefjast greiðslustöðvunar og nauðasamningsumleitana.
  IV. Umsjónarmaður með nauðasamningi nýtur ekki nægilegs sjálfstæðis í störfum sínum og því vert að setja regluverk sem tryggir sjálfstæði hans gagnvart skuldara og kröfuhöfum.

Samþykkt: 
 • 4.5.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4915


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerdin.pdf872.67 kBLokaðurHeildartextiPDF