Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49150
Inngangur: Segulómun byggir á að keyrðar eru mismunandi myndaraðir. Talið hefur verið líklegt að myndaröð sem ber heitið T1 SPACE sé betri til greiningar á meinvörpum en T1 MPRAGE. T1 SPACE er fast spin echo (FSE) myndaröð en T1 MPRAGE er gradient echo (GE) myndaröð.
Markmið: Markmið rannsóknar var að kanna hvort T1 SPACE veiti marktækt betri gæði en T1 MPRAGE til að greina meinvörp í heila. Markmiðið var einnig að athuga hvort marktækur munur væri á SAR-gildi eftir myndaröðum.
Aðferðafræði: Rannsóknin var framvirk megindleg rannsókn. Gögnum var safnað af segulómtækinu á Landspítalanum við Hringbraut og úrtakið samanstóð af öllum fullorðnum einstaklingum, 18 ára og eldri, sem komu í segulómrannsókn með grun um meinvörp í heila nóvember 2023 til apríl 2024. Rannsóknin fór fram með hefðbundnum hætti en bætt var við T1 MPRAGE myndaröð við hverja rannsókn, þar sem T1 SPACE er venjulega bara tekin og greiningargildi myndaraða borin saman. Röntgenlæknir sá um mat á greiningargildi og myndgæðum myndaraðanna. Fjöldi og stærð meinvarpa voru metin á báðum myndaröðum.
Niðurstöður: Þátttakendur rannsóknar voru 36 og var meðalaldur 62,5 ár (67% konur). Niðurstöðurnar leiddu í ljós að T1 SPACE veitti marktækt betri sýn á lítil meinvörp í heila en T1 MPRAGE. Myndgæði æða voru þó marktækt betri á T1 MPRAGE en T1 SPACE. SAR reyndist marktækt hærra á T1 SPACE en T1 MPRAGE.
Ályktun: T1 SPACE sýnir fleiri lítil meinvörp í heila en T1 MPRAGE en hún hefur í för með sér hærra SAR-gildi sem leiðir til meiri hækkunar á hita í líkamsvef. T1 SPACE veitti marktækt betri greiningargildi hvað varðar meinvörp en T1 MPRAGE. Nánari rannsóknir eru þó gagnlegar til að staðfesta niðurstöður þessarar rannsóknar.
Lykilorð:
Segulómun, meinvörp, SAR, geislafræði, T1 MPRAGE og T1 SPACE.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Segulómun af meinvörpum í heila - Loka.pdf | 15,19 MB | Lokaður til...22.05.2026 | Heildartexti | ||
Scan.jpeg | 91,02 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |