is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49155

Titill: 
  • Mat á fæði með breyttri áferð og næringarþörf sjúklinga sem fá fæði með breyttri áferð á Landspítala
  • Titill er á ensku Evaluation of texture modified diet and nutritional needs of patients receiving texture modified diet at Landspitali
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Fæði með breytti áferð er nauðsynlegt einstaklingum með tyggingar- eða kyngingarvanda til að þeir geti nærst betur. Fæðuáferð sem ekki á nægjanlega vel við getur haft slæmar afleiðingar til að mynda leitt til ásvelgingar vegna þess að vökvi fer ranga leið og hafnar í öndunarvegi sem leitt getur til lungnabólgu og jafnvel dauða. Sjálfsmynd og reisn eru þættir sem gjarnan eru ekki settir í samhengi við fæðu og máltíðir en þeir sem ekki geta borðað sjálfir eða eiga í vandræðum á matmálstímum, hrakar í sjálfsmynd sinni og tapa auðveldlega áhuga á næringu sem auðveldlega getur leitt til vannæringar.
    Vannæring er algeng meðal aldraðra og sjúklinga á öllum aldri en sérstaklega hjá þeim sem eru á fæði með breyttri áferð. Ráðleggingar gegn þeim skaðvaldi sem vannæring er fela í sér orku- og próteinbætt fæði, næringardrykki og ráðgjöf um næringu og stuðning út úr vandanum. Þrátt fyrir þetta og áralanga þekkingu á vannæringu vantar enn leiðir til að fækka þeim sem verða vannærðir sérstaklega meðal þeirra sem þurfa fæði með breyttri áferð. Þó eru jákvæð teikn á lofti er snýr að framförum sem felast í notkun IDDSI staðla sem bætt hafa ástandið víða í heiminum.
    Rannsóknir hafa sýnt fram á að þörf er á aukinni þekkingu er snýr að næringu þeirra sem þarfnast fæðis með breyttri áferð. Tuttugu sjúklingar á völdum öldrunardeildum Landspíta, sem allir voru á fæði með breyttri áferð voru beðnir um að svara tveimur spurningalistum. Annar var Nutrition Day Questionnaire (nDay questionnaire) and Quality Assurance Questionnaire (QAQ) sem hannaður var af rannsakanda. Skráðar voru upplýsingar um aldur, kyn, hæð, þyngd, munn- og tannstatus, og kyngingu. Afgangar af matarbökkum vigtaðir, fæðuneysla metin og borin saman við áætlaða þörf.
    Niðurstöður leiða líkum að því að sjúklingarnir voru almennt sáttir með sem þeir fengu, fyrir utan að hitastig máltíða mætti verið hærra að mati sumra. Sjúklingar voru jafnframt ánægðir með þjónustu á deild. Niðurstöður sýndu einnig að sjúklingarnir voru að jafnaði aðeins að borða um helming þeirrar fæðu sem þeim var sendur, og á sama tíma aðeins helming þeirra orku og próteina sem þeir þörfnuðust. Karlar reyndust vera að borða heldur meira. Það var eftirtektarvert hversu stór hluti af þeirri fæðu sem skömmtuð var, var ekki borðuð þrátt fyrir almenna ánægju með matinn.
    Þetta leiðir til þess að orku og próteininntaka er aðeins um helmingur af því sem sjúklingarnir þarfnast og sömuleiðis önnur næringarefni sem leiðir til verra næringarástands, auk þess að hægja á bata og draga úr lífsgæðum

  • Útdráttur er á ensku

    A texture-modified diet (TMD) is an essential way for many people to nourish themselves. Inappropriate food texture can have profound consequences, such as undernutrition, fatal choking and fluids entering the airway causing pneumonia and even death. Self-esteem and dignity are factors rarely considered with food and meals, but those who cannot feed themselves or have difficulties during mealtimes quickly lose interest in nourishment, leading to undernutrition.
    Undernutrition is commonly observed among the elderly and hospitalized patients of all ages. Recommendations include energy- and protein-enriched diet, oral nutrition supplements and nutritional counselling. However, there is still a lack of resources to reduce the number of people who become undernourished, specifically among those who also have swallowing difficulties. However, the development of the International Dysphagia Diet Standardisation Initiative (IDDSI framework) on TMD has already led to worldwide improvements.
    According to studies more knowledge is needed on the nutritional intake of patients on TMD, and interest lies within Landspitali food services on how the patients experience the food served and services. Suggestions for improvements are also sought.
    Twenty patients at selected elderly wards, all prescribed a TMD, were approached to answer two questionnaires. The validated Nutrition Day Questionnaire (nDay questionnaire) and Quality Assurance Questionnaire (QAQ) the latter developed by the author of this study. Anthropometric parameters including age, sex, height, and weight, and information on mouth, teeth and swallowing status were collected through a leading nurse, leftovers were weighed, and intake was assessed and compared to estimated needs.
    Results indicate that patients were, in general, satisfied with their TMD meals, except that some felt that the temperature should be higher. Services at the wards were regarded as satisfying. Results also indicated that the patients were, on average, only consuming about half of the food they were provided with and, at the same time, about the same amount of calories and protein needed; the male subjects were, however, consuming more. Therefore, energy and protein intake are only about half of what is needed and evidently the situation is the same for other valuable nutrients, this leading to compromised nutritional status, slower and worse recovery and less quality of life.

Samþykkt: 
  • 11.2.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/49155


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS MNO Thesis Fríða Rún Þórðardóttir 2025.pdf2,29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman undirskrift.pdf173,75 kBLokaðurYfirlýsingPDF