Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49162
Rannsókn þessi er 14 ECTS-eininga lokaverkfni til BA- gráðu í skapandi greinum við
Háskólann á Bifröst. Tilgangur og markmið rannsóknarinnar er að kanna stöðu kvenna og
kynsegin einstaklinga í íslenskum tónlistariðnaði með það að leiðarljósi að bera kennsl á
mögulegar breytingar sem orðið hafa undanfarin rúman áratug í ljósi þeirrar auknu
vitundarvakningar sem hefur átt sér stað í tónlistariðnaðinum og samfélaginu í heild sinni.
Auk þess var leitast við að greina helstu áskoranir og tækifæri jafnréttisbaráttu innan
tónlistariðnaðarins hér á landi.
Rannsóknin byggir meðal annars á eigindlegum viðtölum, fyrri rannsóknum,
kenningum úr kynjafræði og tölulegum gögnum. Meðal hugtaka sem fjallað er um eru:
kynjakerfið, menningarlegt auðmagn, kvennarými, staðalímyndir og orðræða.
Rannsóknin varpar fyrst og fremst ljósi á það hve fjölþættur og marglaga vandinn er og hefur
verið. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess, þrátt fyrir að mikilvæg framfaraskref hafi
verið tekin í átt að jafnrétti í tónlistariðnaðinum og að þátttaka kvenna og kynsegin
einstaklinga hafi aukist, sé kynjahalli viðvarandi og karllæg orðræða og -tengslanet og
staðalímyndir hindri enn jöfn tækifæri innan iðnaðarins. Þá virðist grasrótar- og jaðarsenan
skrefinu á undan meginstraumssenunni hvað varðar jafnrétti og inngildingu.
Til þess að ná fram raunverulegum breytingum er nauðsynlegt að greina vandann
frekar út frá nútímaviðmiðum, enda hefur samfélagið tekið hröðum breytingum undanfarin
áratug og spila samfélagsmiðlar þar lykilhlutverk. Beita þarf kerfisbundnum aðgerðum, til að
mynda aukinnar kynjafræði á yngri menntastigum og auka og styðja við valdeflandi rými og
verkefni.
This final project is submitted for a BA degree in Creative Industries at Bifröst University. The purpose and aim of the research are to examine the status of women and genderqueer individuals in the Icelandic music industry. The focus of this study is to identify possible changes that have occurred over the past decade, given the increased awareness of gender equality within the music industry and society as a whole. Furthermore, the study aims to identify the main challenges and opportunities for gender equality advocacy within the Icelandic music sector.
The research is based on qualitative interviews, previous studies, theories from gender studies, and quantitative data. Key concepts discussed include: the gender system, cultural capital, women's spaces, stereotypes, and discourse.
The study highlights the complex and multifaceted nature of the issue. The findings indicate that, despite significant progress toward gender equality in the music industry and increased participation by women and non-binary individuals, a gender imbalance persists. Male-dominated discourse, networks, and stereotypes continue to hinder equal opportunities within the sector. Additionally, grassroots and alternative scenes appear to be ahead of the mainstream in terms of gender equality and inclusivity.
To achieve meaningful change, further analysis of the issue is essential, reflecting modern perspectives. Society has undergone rapid changes in the past decade, with social media playing a key role. Systematic actions are required, such as incorporating more gender studies into early education and increasing support for empowering spaces and initiatives.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
GudnyGigjaSkjaldardottir_BA_ Lokaverk.pdf | 1,13 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |