Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49168
Ritgerð þessi fjallar um áhrif sjálfvirks aðstoðarmanns, eins og stafræns vinnuafls, á fjármáladeildir fyrirtækja. Markmið rannsóknarinnar er að greina hvort innleiðing sjálfvirkni geti leitt til kostnaðarhagræðingar og aukinnar framleiðni með því að draga úr handvirkri vinnu. Verkefnið byggir á viðtölum við starfsmenn sem hafa reynslu af sjálfvirknilausnum, og úttekt á áhrifum þess á vinnuflæði og upplifun starfsmanna.
Niðurstöður benda til þess að sjálfvirknivæðing stuðli að aukinni skilvirkni í ferlum, minnki mannleg mistök og spari tíma sem nýtist í flóknari og meira skapandi verkefni. Þrátt fyrir þessa kosti fylgja áskoranir, svo sem þörfin fyrir þjálfun og aðlögun starfsfólks að nýjum tæknihlutverkum. Rannsóknin leggur áherslu á að fyrirtæki þurfi að huga vel að innleiðingarferlinu og samræma það við stefnumótandi markmið til að hámarka ávinning sjálfvirknivæðingar.
Ritgerðin veitir fyrirtækjum innsýn í hvernig sjálfvirkt stafrænt vinnuafl getur styrkt fjármálastjórnun og dregið úr rekstrarkostnaði. Hún leggur einnig grunn að frekari rannsóknum á því hvernig sjálfvirkni og viðskiptagreind geta stuðlað að þróun og nýsköpun í fjármálastjórnun.
Lykilhugtök: ferlastjórnun, framleiðni, gervigreind, hlutverk starfsmanna, sjálfvirknivæðing, tækniinnleiðing, tímasparnaður, upplifun notenda, viðskiptagreind.
This thesis explores the impact of an automated assistant, such as a digital workforce, on the financial departments of companies. The aim of the research is to analyse whether the implementation of automation can lead to cost savings and increased productivity by reducing manual labour. The project is based on interviews with employees who have experience with automated solutions and an assessment of its effects on workflow and employee experience.
The findings suggest that automation enhances process efficiency, reduces human error, and saves time that can be used for more complex and creative tasks. Despite these advantages, there are challenges, such as the need for training and adaptation of staff to new technical roles. The study emphasizes that companies must carefully consider the implementation process and align it with strategic objectives to maximize the benefits of automation.
The thesis provides companies with insights into how an automated digital workforce can strengthen financial management and reduce operating costs. It also lays the groundwork for further research on how automation and business intelligence can contribute to development and innovation in financial management.
Keywords: process management, productivity, artificial intelligence, employee roles, automation, technology implementation, time savings, user experience, business intelligence.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
2024BS-ritgerð_JórunnGröndal.pdf | 955,36 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |