is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49174

Titill: 
  • „Líf mitt fór alveg í rúst og það bara breyttist allt“ : lífssaga um einelti á vinnustað
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Einelti á vinnustöðum er ofbeldi sem hefur alvarlegar afleiðingar á almenna heilsu og vellíðan þolenda. Á Íslandi verða 8-20% starfsmanna fyrir einelti á vinnustað og þörf á að skoða menningu og stjórnunarhætti til að koma í veg fyrir slíka hegðun.
    Tilgangur: Að öðlast innsýn og skilning á þeirri upplifun að vera þolandi eineltis á vinnustað og fá heildarmynd af þeim áhrifum sem það getur haft á líf einstaklings. Á þann hátt má auka þekkingu á hugsanlegum áhrifum eineltis á vinnustöðum og leita leiða til að minnka líkur á hegðuninni.
    Aðferðafræði: Fræðileg lífssaga þar sem lífssaga eins einstaklings er skoðuð til að greina samfélag og menningu í hans umhverfi. Einnig er leitast eftir skilningi á hvernig athafnir hans tengjast því félagslega umhverfi sem þær fóru fram í. Tekin voru sex djúp viðtöl við þátttakanda sem var valinn með tilgangsúrtaki.
    Niðurstöður: Þátttakandi upplifði neikvæðar andlegar, líkamlegar, félagslegar og starfstengdar afleiðingar af eineltinu. Hann dró sig í skel og varð daprari, meyrari og fámálli en áður. Hann fékk háan blóðþrýsting, svaf illa og greindist með áfallastreituröskun, sorg og streitu. Gerendur voru stjórnendur og birtingarmyndir eineltisins var í formi hunsunar, lyga, öskra, afskiptasemi og skömmum. Eftir eineltið sagði þátttakandinn illa hafa gengið að tengjast vináttuböndum og hjónabandið hafi ekki orðið sterkara. Hann hætti á vinnustaðnum án úrlausna sinna mála og átti erfitt með að fóta sig á nýjum vinnustað.
    Ályktanir: Einelti á vinnustöðum getur verið skaðlegt þolandanum og öllu starfsumhverfinu. Nauðsynlegt er að byggja upp jákvæða menningu og fræða starfsfólk og stjórnendur um birtingarmyndir eineltis á vinnustöðum. Eineltisáætlanir virðast ekki skila nægjanlegum árangri og þörf á frekari aðgerðum. Mikilvægt er að virkja starfsfólk til frásagnar sem verður vitni að einelti á vinnustaðnum til að stöðva hegðunina.

  • Background: Workplace bullying is a form of violence that impacts the health and well-being of the victims. In Iceland approximately 8-20% of employees experience bullying and to prevent such behaviour, culture and management must be examined in the workplace.
    Purpose: To get a deeper understanding of the experience of workplace bullying and its holistic impact on individuals. That way it becomes possible to increase awareness of the potential effects of bullying within the workplace and explore ways to reduce the likelihood of such bullying behaviour.
    Method: Life history research method was used where an individual’s life story is examined to understand the societal and cultural systems from which the experience originated. This method allowed for an in-depth exploration of how an individual´s actions are interconnected with the social environment in which they take place. Six in-depth semi-structured interviews were conducted with the participant that was chosen with purposive sampling.
    Result: The participant experienced negative mental, physical, social and work-related consequences. He withdrew socially and became sad, more emotionally sensitive and increasingly quiet. He developed high blood pressure, suffered from sleep disturbances and was diagnosed with post-traumatic stress disorder and grief. The perpetrators were managers, and the bullying was in the form of ignoring, lies, shouting, interference and shaming. After the bullying the participant had difficulty forming friendships and experienced negative effects on his marriage. He left the workplace without resolution and had a hard time settling into a new one.
    Conclusion: Workplace bullying can be harmful to the victim and the entire work environment. It is necessary to build a positive culture and educate staff and managers about the manifestations of bullying in the workplace. Antibullying action plans do not seem to deliver the results they are intended for, and further measures are needed. It´s important to mobilize staff who witness bullying to tell their side of the story to stop the behaviour.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð til 29.01.2027
Samþykkt: 
  • 17.2.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/49174


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerd_lokaskil_2025.pdf889,12 kBLokaður til...29.01.2027PDF
Meistararitgerd_agrip_lokaskil_2025.pdf64,53 kBOpinnÁgripPDFSkoða/Opna