Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49175
Stjórnunarhættir og persónueinkenni stjórnenda hafa mikil áhrif á starfsumhverfi og vellíðan starfsfólks. Neikvæð hegðun stjórnenda, svo sem óviðeigandi samskiptahættir, skortur á trausti og virðingu, og ósanngjörn ábyrgðardreifing, getur skapað ótryggt og neikvætt vinnuumhverfi sem dregur úr ánægju í starfi og eykur líkur á starfsmannaveltu. Einkenni eins og stjórnsemi, valdbeiting og skortur á hvatningu hafa áhrif á starfsfólk og geta orðið til þess að einstaklingar taki ákvörðun um að segja upp störfum.
Lagt var upp með rannsóknarspurninguna: „Hvaða stjórnunarhættir og persónueinkenni stjórnenda leiða til uppsagna starfsfólks?“ Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvaða stjórnunarhættir og persónueinkenni stjórnenda leiða til þess að starfsmenn segja upp störfum, þrátt fyrir að störfin sjálf henti þeim vel. Rannsóknin byggði á eigindlegri nálgun þar sem tekin voru hálfstöðluð viðtöl við fimm þátttakendur sem höfðu reynslu af því að hætta störfum vegna hegðunar stjórnenda.
Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að óviðeigandi hegðun stjórnenda, vantraust, skortur á virðingu og fagmennsku, og ósanngjörn dreifing ábyrgðar höfðu veruleg áhrif á ákvörðun starfsmanna um að segja upp. Skortur á hrósi og hvatningu dró einnig úr hvata starfsfólks til að leggja sig fram. Einkenni hinnar myrku þrenningar, machiavellianismi, sjálfsdýrkun og siðblinda birtust í hegðun stjórnenda og höfðu neikvæð áhrif á starfsfólk.
Álykta má að stjórnendur sem sýna starfsfólki virðingu, veita hrós og hvatningu, og byggja upp traust og sanngjarna ábyrgðardreifingu geti stuðlað að jákvæðu vinnuumhverfi, aukinni starfsánægju og minni starfsmannaveltu. Skipulagsheildir þurfa að leggja áherslu á þróun stjórnenda í jákvæðum leiðtogaháttum með markvissri fræðslu og þjálfun í mannauðsstjórnun og samskiptahæfni.
Leadership styles and the personal characteristics of managers have a significant impact on the work environment and employee well-being. Negative managerial behaviors, such as inappropriate communication, lack of trust and respect, and unfair distribution of responsibilities, can create an unstable and negative work environment that reduces job satisfaction and increases employee turnover. Traits such as authoritarianism, abuse of power, and lack of motivation influence employees and can lead individuals to decide to resign.
The research question is: „Which leadership style and managerial personality traits lead to employee resignations?.“ The aim of the study was to examine which leadership style and personal characteristics of managers contribute to employees resigning, even when the job itself is suitable for them. The research employed a qualitative approach, conducting semi-structured interviews with five participants who had experienced resigning due to managerial behavior.
The findings revealed that inappropriate leadership styles, distrust, lack of respect and professionalism, and unfair distribution of responsibilities had significant effects on employees decisions to resign. A lack of praise and motivation further diminished employees drive to perform well. Traits associated with the Dark Triad, machiavellianism, narcissism, and psychopathy were evident in the behavior of managers and negatively impacted employees.
It can be concluded that managers who show respect for employees, provide recognition and motivation, and foster trust and fair responsibility allocation can contribute to a positive work environment, greater job satisfaction, and reduced employee turnover. Organizations must prioritize the development of managers in positive leadership practices through targeted education and training in human resource management and communication skills.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Helga Nína Helgadóttir MS - 2025.pdf | 1,37 MB | Lokaður til...13.01.2145 | Heildartexti |