Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49177
Rannsóknin fjallar um ávinning líkamsræktarstöðva af innleiðingu CRM hugmyndafræðinnar með það að markmiði auka tryggð viðskiptavina, bæta þjónustugæði, draga úr brottfalli og hvernig það nýtist fyrirtækjum að vera með markvissari markaðsherferðir. Lagt var upp með spurninguna „Hver er ávinningur líkamsræktarstöðva af innleiðingu CRM hugmyndafræðinnar?“ CRM gerir fyrirtækjum kleift að safna og nýta gögn um viðskiptavini til að bjóða persónulegri þjónustu, auka upplifun og byggja upp langtímasambönd sem stuðla að aukinni ánægju og hollustu. Helstu niðurstöður sýna að CRM innleiðing hefur margvíslegan ávinning fyrir líkamsræktarstöðvar, þar á meðal aukna viðskiptatryggð, betri samskipti og skilvirkari markaðssetningu. Jafnframt veitir CRM stjórnendum betri yfirsýn til að taka upplýstari ákvarðanir sem auka samkeppnisforskot á markaði. Áskoranir eins og kostnaður og flækjustig fylgja þó innleiðingunni en með stuðningi stjórnenda, undirbúningi og skipulagðri breytingastjórnun ásamt skilvirkri þjálfun og aðlögun starfsfólks er hægt að ná verulegum ávinningi.
The study focuses on the benefits of implementing the CRM philosophy in fitness centers with the aim of increasing customer loyalty, improving service quality, reducing customer attrition, and enabling businesses to execute more targeted marketing campaigns. The research was guided by the question, "What are the benefits for fitness centers in implementing the CRM philosophy?" CRM enables businesses to collect and utilize customer data to offer more personalized services, enhance customer experiences, and build long-term relationships that foster greater satisfaction and loyalty.
Key findings indicate that CRM implementation offers numerous benefits for fitness centers, including increased customer retention, improved communication, and more efficient marketing efforts. Furthermore, CRM provides managers with better insights for making informed decisions that enhance competitive advantage in the market. However, challenges such as cost and complexity accompany implementation. With the support of management, thorough preparation, structured change management, as well as effective training and adaptation of staff, significant benefits can be achieved.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
FanneySigurþórsdóttir_BS_lokaverk.pdf | 3,08 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |