Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49180
Bakgrunnur: Langvinnir verkir eru meðal útbreiddustu heilbrigðisvandamála í heiminum og hafa neikvæð áhrif á lífsgæði einstaklinga. Rannsóknir hafa sýnt að það er erfiðara að veita fullnægjandi heilbrigðisþjónustu í dreifbýli en þéttbýli og að landfræðilegur munur sé á heilsu einstaklinga. Tilgangur: Tilgangur rannsóknar var að skoða tengsl milli langvinnra verkja,
heilsutengdra lífsgæða og þörf fyrir, aðgengi að og notkun á verkjatengdri heilbrigðisþjónustu og hvort munur sé eftir búsetu.
Aðferð: Rannsóknin er lýsandi þversniðsrannsókn. Gagna var aflað með
rafrænum spurningalista sumarið 2021 sem var sendur á 12.400 manna
slembiúrtak úr svarendahópi gagnaöflunarfyrirtækisins MASKÍNU. Skoðuð
voru gögn um langvinna verki, heilsutengd lífsgæði, þörf fyrir, aðgengi að og notkun á verkjatengdri heilbrigðisþjónustu og búsetu. Notast var við forritið Jamovi við tölfræðilega úrvinnslu.
Niðurstöður: Þátttakendur í rannsókninni voru 5.557 (44,8% svarhlutfall). Algengi langvinnra verkja (verkir ≥3 mán) var 40,1% og voru heilsutengd lífsgæði lakari á meðal þeirra. Einstaklingar sem bjuggu á höfuðborgarsvæðinu mátu lífsgæði sín betri en einstaklingar sem bjuggu utan þess. Þátttakendur með langvinna verki sem bjuggu á höfuðborgarsvæðinu eða í þéttbýli með >5.000 íbúum voru líklegri til að hafa leitað eftir verkjatengdri heilbrigðisþjónustu. Einstaklingar með mikla eða mjög mikla þörf fyrir verkjatengda heilbrigðisþjónustu mátu heilsutengd lífsgæði sín lakari en þeir sem höfðu enga eða litla þörf fyrir þjónustuna. Einstaklingar sem höfðu engan eða slæman aðgang að verkjatengdri heilbrigðisþjónustu mátu heilsutengd lífsgæði sín lakari en þeir sem höfðu greiðan eða mjög greiðan aðgang.
Ályktun: Einstaklingar með langvinna verki meta heilsutengd lífsgæði sín lakari en einstaklingar sem ekki eru með langvinna verki. Þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins meta lífsgæði sín lakari en þeir sem búa innan þess. Það er líklegra að einstaklingar með langvinna verki leiti eftir verkjatengdri heilbrigðisþjónustu ef þeir búa í þéttbýli. Að hafa engan eða slæman aðgang að slíkri þjónustu hefur neikvæð áhrif á heilsutengd lífsgæði.
Background: Chronic pain is the most widespread health problems in the world and has a negative impact on a person‘s quality of life. Research has shown that it‘s more difficult to provide adequate health care in rural areas than in urban areas and that there are geographical differences in the health of individuals.
Purpose: The aim of this study was to examine the relationship between chronic pain, health-related quality of life (HRQoL) and the need for, access to, and use of pain-related health care utilization and whether there are differences by residential area.
Method: This is a descriptive cross-sectional study. Data was collected with an electronic questionnaire in the summer of 2021, sent to a random sample of 12.400 individuals from the respondents group of the data collection company MASKÍNA. Data on chronic pain, HRQoL, need for, access to and use of pain-related health care utilization were examined. Jamovi was used for statistical processing.
Result: Participants in the study were 5.557 (44.8% response rate). Prevalence of chronic pain (≥3 months) was 40.1% and HRQoL was poorer among that group. Individuals living in the capital area rated their HRQoL better than individuals living in rural areas. Participants with chronic pain living in the capital area or towns with >5.000 inhabitants were more likely to have used pain-related health care. Individuals with a high or very high need for pain-related health care had a poorer HRQoL than those who had no or little need for service. Individuals who had no or poor access to pain-related health care rated their HRQoL worse than those who had good or very good access.
Conclusion: Individuals with chronic pain evaluate HRQoL lower than individuals without chronic pain. Individuals living outside the capital area have a lower HRQoL than those who live in the capital area. Individuals with chronic pain are more likely to seek pain-related health care if they live in urban areas. Having no or poor access to pain-related health care utilization affects health-related quality of life.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Meistaraverkefni skil í skemmu.pdf | 1,18 MB | Lokaður til...31.01.2028 | Heildartexti | ||
Efnisyfirlit skil í skemmu.pdf | 728,81 kB | Opinn | Efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
Heimildir Skil í skemmu.pdf | 561,51 kB | Opinn | Heimildaskrá | Skoða/Opna |