Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49196
Leikhúsið gegnir fjölbreyttum hlutverkum, það er staður fyrir listræna tjáningu og er mikilvægur þáttur í menningarlífi samfélags. Að fara í leikhús er góð skemmtun, en það getur jafnframt verið fræðandi, hreyft við djúpstæðum tilfinningum, orðið til hugarfarsbreytinga og jafnvel haft lækningamátt fyrir sálina í ákveðnum tilvikum.
Þessi rannsókn beinist að áhrifum sjálfsævisögulegra leikverka sem taka á flóknum málefnum og tabúum innan samfélagsins, á áhorfendur. Markmiðið var að varpa ljósi á hvernig nýta má listina og leikhúsið til góðra verka og sem vettvang fyrir umræður um samfélagsleg málefni. Um er að ræða eigindlega tilviksrannsókn sem byggir á þemagreiningu viðtala við aðstandendur sýninganna Vertu úlfur og Saknaðarilmur, sem hafa verið til sýninga á fjölum Þjóðleikhússins. Auk þess var framkvæmd orðræðugreining á umsögnum áhorfenda umræddra sýninga, sem nálgast má á samfélagsmiðlum.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að leikverk sem byggja á persónulegum frásögnum af erfiðri reynslu, geti ekki aðeins hvatt til umræðna, heldur einnig örvað viðtakendur til sjálfsskoðunar og stuðlað að aukinni samkennd. Leiklistin geti virkjað tilfinningaleg viðbrögð áhorfenda, hvatt til umburðarlyndis sem svo getur leitt til breyttra viðhorfa. Leikhúsið hefur þannig tækifæri til þess að vera hreyfiafl í samfélaginu þegar kemur að meðhöndlun mikilvægra málefna.
The theater is an integral part of societal culture, shaping narratives and influencing societal changes. A visit to the theater is an enjoyable experience, yet it can also be informative, stirring profound reactions and potentially healing for the soul.
This research focuses on the impact of autobiographical plays that address complex issues and taboos within society on their audiences. The aim was to shed light on how art and theater can be utilized for positive purposes and serve as a platform for discussions on social issues. The study is a qualitative case study based on thematic analysis of interviews with the creators of the plays Vertu úlfur and Saknaðarilmur, which have been performed on the stages of the National Theatre. Additionally, a discourse analysis was conducted on audience reviews of these plays found on social media.
The findings of the research suggest that plays based on personal narratives of difficult experiences can not only encourage discussions but also prompt self-reflection among audiences and foster greater empathy. Theater has the capacity to evoke emotional responses and inspire tolerance, which can lead to changes in attitudes. Thus, theater holds the potential to serve as a driving force in society when addressing important issues.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
EsterMagnusdottir_BA_lokaverk.pdf | 414,05 kB | Opinn | Skoða/Opna |