is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49205

Titill: 
  • Róbótar á vakt? Áhrif sjálfvirknivæðingar á starfsfólk í þjónustugreinum á Íslandi
  • Titill er á ensku The impact of automation on employees in service industries in Iceland
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um áhrif sjálfvirknivæðingar á starfsfólk í þjónustugreinum á Íslandi. Markmiðið var að kanna hvernig sjálfvirknivæðing mótar störf, starfsumhverfi, hefur áhrif á
    upplifun starfsmanna og hvort hún leiði til aukinnar kröfu um aukna færni í starfi. Rannsóknin byggir á eigindlegri aðferðafræði þar sem tekin voru viðtöl við starfsmenn í mismunandi þjónustugreinum og stjórnanda hjá Ölgerðinni. Auk þess var haft samband við sérfræðing í sjálfvirknivæðingu til að fá innsýn í þróunina á þessu sviði.
    Niðurstöður benda til þess að sjálfvirknivæðing hafi í flestum tilvikum leitt til minna álags og aukinnar nákvæmni í verkferlum, án þess þó að draga úr verkefnum. Sumir starfsmenn upplifðu breytingarnar sem jákvæðar þar sem endurtekin störf minnkuðu en aðrir töluðu um vaxandi óöryggi vegna fækkunar starfa og óvissu varðandi framtíð þeirra í starfi.
    Rannsóknin varpar ljósi á þau tækifæri og þær áskoranir sem sjálfvirknivæðing felur í sér fyrir starfsfólk í þjónustugreinum. Niðurstöðurnar gætu hugsanlega nýst fyrirtækjum sem stefna á
    innleiðingu sjálfvirkniferla með áherslu á góða aðlögunarhæfni og velgengni starfsmanna. Skipulögð breytingastjórnun á vinnustöðum og markviss þjálfun starfsmanna gæti dregið úr neikvæðum áhrifum þessara breytinga.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis examines the impact of automation on employees in the service industries in Iceland.
    The aim is to explore how automation shapes jobs, the work environment, influences employee experiences, and whether it increases the demand for advanced skills in the workplace. The research employs a qualitative methodology, conducting interviews with employees in various service sectors and a manager at Ölgerðin. In addition, a specialist in automation was consulted to gain insights into development in this field. The findings indicate that, in most cases, automation has led to reduced workload and increased precision in work processes without decreasing task volume. Some employees viewed these changes positively, as repetitive tasks decreased, while others expressed growing
    uncertainty due to job reductions and concerns about their future in the workplace. The research highlights the opportunities and challenges automation presents for employees in service industries. The results may benefit companies aiming to implement automation processes,
    emphasizing adaptability and employee success. Structured change management in workplaces and targeted training could mitigate the negative effects of these changes.

Samþykkt: 
  • 18.2.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/49205


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KatrinEvaPalmadottir_BS_lokaverk.pdf835,6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna