Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49216
Í kjölfar Covid-19 heimsfaraldurs breyttist kauphegðun neytenda til muna, en vegna samkomutakmarkana byrjuðu margar verslanir að bjóða upp á netverslanir. Í dag eru enn margir neytendur sem kjósa frekar vefverslanir heldur en hefðbundnar brick and mortar verslanir og hafa fræðimenn borið kennsl á ákveðnar neytendahegðanir í auknum mæli. Annars vegar er það neytendahegðun sem er kölluð showrooming og hinsvegar er það neytendahegðunin webrooming. Með tilkomu þessara breyttu neytendahegðana hafa verslanir þurft að bregðast við til að vera samkeppnishæf við stórar erlendar verslanakeðjur líkt og norrænu stórverslunina Boozt. Með tilkomu Boozt á íslenskan markað hefur borið á því að íslendingar heimsæki verslanir til að máta eða skoða vörur, en kaupi svo vörurnar ódýrari hjá Boozt.
Meginmarkmið þessa verkefnis var að finna svör við því hvað verslanir á Íslandi geta gert til að koma í veg fyrir að vera notaðar sem mátunarklefar eða sýningarsalir fyrir Boozt. Til að svara rannsóknarspurningunni var gagnaöflun tvíþætt. Annars vegar var notast við megindlega rannsókn þar sem neytendur voru út um áhrifaþætti á vörukaup þeirra, hvort sem það væri á Boozt eða í verslun á Íslandi. Hinsvegar var notast við eigindlega rannsókn í formi viðtala við fulltrúa verslana. Tilgangur viðtalana var að fá innsýn verslana í þessa neytendahegðun, hvort verslanir teldu þetta raunverulegt vandamál og hvernig viðmælendur teldu sig geta nýtt styrkleika og tækifæri verslunarinnar til að ná betri árangri í samkeppni við Boozt.
Lykilorð: Brick and mortar verslun, vefverslun, showrooming, webrooming, neytendahegðun.
Following the COVID-19 pandemic, consumer purchasing behavior underwent significant changes. Due to restrictions on gatherings, many stores began offering online shopping options.
Today, many consumers still prefer e-commerce over traditional brick-and-mortar stores, and scholars have identified specific consumer behaviors that have increased in prevalence. One such behavior is known as showrooming, while another is called webrooming. The emergence of these new consumer behaviors has compelled retailers to adapt to remain competitive against large international retail chains, such as the Nordic department store Boozt. Since Boozt entered the Icelandic market, it has become evident that Icelandic consumers often visit physical stores to try on or inspect products, only to purchase them at a lower price through Boozt.
The primary objective of this project was to explore what measures retailers in Iceland can take to prevent being used merely as fitting rooms or showrooms for Boozt. To address this issue, a two-pronged approach to data collection was implemented. First, a quantitative study was conducted to examine consumer attitudes and factors influencing their purchasing decisions, whether through Boozt or in stores in Iceland. Second, a qualitative study in the form of interviews with store representatives was carried out. The purpose of these interviews was to gain insights from retailers about this consumer behavior, assess whether they viewed it as a significant problem, and explore how they believed they could leverage their strengths and opportunities to achieve better results in competing with Boozt.
Keywords: Brick and mortar store, online store, showrooming, webrooming, consumer behavior.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
AgustaIrisHelgadottir_BS_Lokaverk.pdf | 4,07 MB | Lokaður til...31.12.2030 | Heildartexti |