is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4922

Titill: 
  • Réttarstaða samkynhneigðra: Skref fyrir skref
Titill: 
  • Gay Rights: step by step
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Umfjöllunarefni ritgerðarinnar er réttarstaða samkynhneigðra á fjölskyldusviði. Sökum fordóma og fáfræði hafa samkynhneigðir barist hatrammri baráttu fyrir sjálfsögðum mannréttindum og afnámi misréttis. Í upphafi snerist baráttan um viðurkenningu á tilverurétti en smám saman fóru samkynhneigðir að krefjast réttar til fjölskyldulífs. Áður en lög um staðfesta samvist voru sett árið 1996 höfðu samkynhneigðir engin sérstök réttindi á fjölskyldusviði. Á síðustu 14 árum hafa stórfelldar breytingar orðið á íslenskri löggjöf og nú er réttur samkynhneigðra nánast jafngildur rétti gagnkynhneigðra. Þar sem full jafnstaða hefur ekki enn náðst er leitast við að gera grein fyrir ástæðum þess.
    Fjallað er um mannréttindareglur sem hvað helst koma til álita í tengslum við réttarstöðu samkynhneigðra á fjölskyldusviði og m.a. leitast við að svara þeirri spurningu hvort fjölskyldulíf samkynhneigðra sé verndarandlag ákvæða sem standa vörð um friðhelgi fjölskyldunnar. Þá er fjallað um staðfesta samvist á nokkuð yfirgripsmikinn hátt og m.a. gerð grein fyrir aðdraganda laga um staðfesta samvist nr. 87/1996, inntaki þeirra og þeim breytingum sem í vændum eru. Auk þess er leitast við að svara þeim spurningum hvort lög geti útrýmt fordómum eða fest þá í sessi. Jafnframt er fjallað um samkynhneigða í óvígðri sambúð. Í ritgerðinni er sérkafli er lýtur að samkynhneigðum og börnum þar sem gert er grein fyrir reglum um móðerni og faðerni barna ásamt reglum um forsjá barna. Þá er fjallað um þau úrræði sem koma til greina og varða barnleysi; fóstur barna, ættleiðingu, tæknifrjóvgun og staðgöngumæðrun. Sérstakur kafli lýtur að samkynhneigð út frá sjónarhóli barns. Að lokum er vikið að þeim hindrunum sem staðið hafa því í vegi að hér gildi ein hjúskaparlög fyrir alla og þeirri spurningu varpað fram hvort réttur til að ganga í hjúskap eigi jafnt við um samkynhneigða og gagnkynhneigða.

Samþykkt: 
  • 4.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4922


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerd_LOKA.pdf1.53 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna