Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49231
The aim of this study was to (i) analyse the anthropometric characteristics, physical fitness, and handball skills in Icelandic elite male handball players according to age and (ii) to create
physical fitness and handball skills reference values according to age. A total of 300 measurements were taken on nine different occasions. All participants had been selected for preliminary training weekends with the national team of their current age group (U16, U18, U20, seniors). Measures included height, weight, body mass index, handgrip strength, 10- and 30-m sprint, countermovement jump, medicine ball throw, Yo-Yo intermittent recovery test 2, and ball throwing velocity. Descriptive statistics were used to calculate the mean and standard deviation of all variables. One-way ANOVA was performed to test the difference between
groups, followed by post hoc Tukey HSD and Games-Howell tests. Reference values were calculated by percentiles from mean values and defined as excellent (95%), above average (75%), average (50%), below average (25%), and poor (5%). The results showed a difference between age groups in all anthropometric measurements, handgrip strength, 30-m sprint,
medicine ball throw, and Yo-Yo test. The reference values showed that height, weight, BMI, and lower and upper body power increase between 16-20 years, muscle strength increases as age increases and speed and endurance increase between 16-18 years. Ball throwing velocity
in a 7-m and 9-m with three steps throws increase between 16-20 years.
Keywords: Handball, Reference Values, Performance, Measurements, Age
Markmið þessarar rannsóknar var (i) að greina líkamlega eiginleika, líkamlega afkastagetu og handknattleiksfærni eftir aldri hjá íslenskum handknattleiksmönnum og (ii) að útbúa viðmiðunargildi fyrir líkamlega afkastagetu og handknattleiksfærni eftir aldri hjá íslenskum
handknattleiksmönnum. Alls voru 300 mælingar framkvæmdar á níu mismunandi tímapunktum. Þátttakendur höfðu allir verið valdir til þátttöku í forvalsæfingum landsliðs síns aldursflokks (U16, U18, U20, fullorðnir). Mælingar voru framkvæmdar á hæð, þyngd, líkamsþyngdarstuðli, gripstyrk, hraða í 10 og 30 m spretti, lóðréttri stökkhæð, 3 kg boltakasti, Yo-Yo þolprófi og kasthraða. Lýsandi tölfræði var notuð til að reikna meðaltal og staðalfrávik allra breyta. Einvíð dreifigreining var notuð til að kanna mun á milli hópa ásamt Tukey HSD
og Games-Howell eftiráprófum. Viðmiðunargildi voru reiknuð með hundraðshlutum út frá meðaltölum og skilgreind sem ágæt (95%), yfir meðallagi (75%), í meðallagi (50%), undir meðallagi (25%) og slök (5%). Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að munur var á milli aldursflokka í öllum líkamlegum eiginleikum, gripstyrk, hraða í 30 m spretti, lengd í 3 kg boltakasti, og Yo-Yo þolprófi. Viðmiðunargildin sýndu að hæð, þyngd, líkamsþyngdarstuðull og kraftur í bæði efri og neðri líkama aukast á aldrinum 16-20 ára, að vöðvastyrkur eykst með auknum aldri og að hraði og þol aukast á aldrinum 16-18 ára. Kasthraði frá 7 m línu og frá 9 m
línu með þriggja skrefa atrennu og stökki eykst á árunum 16-20 ára.
Leitarorð: Handknattleikur, Viðmiðunargildi, Frammistaða, Mælingar, Aldur
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Reference_values_for_physical_fitness_and_handball_skills_according_to_age_in_Icelandic_elite_male_handball_players.pdf | 651,81 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |