is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49234

Titill: 
  • Geta Ríkislögreglustjóra í aðgerðar- og samhæfingarstjórnun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þegar samfélag er í hættu gagnvart ógn sem erfitt er að eiga við eru viðbragðsaðilar þeir sem taka fyrstu skref í lífsbjargandi aðstoð og verðmætabjörgun. Viðbragðsaðilar vinna oft við erfiðar aðstæður og eru settar þær kröfur að vinna hratt og örugglega. Við slíkar aðstæður þurfa þeir sem á vettvangi vinna að hafa gott bakland sem sinnir yfirsýn aðgerða, útvega fleiri bjargir og aðbúnað og taka þær ákvarðanir sem liggja hjá hærra settum yfirmönnum. Samskipti og upplýsingamiðlun er lykilþáttur í slíkri vinnu þar sem ólíkir aðilar sem alla jafna starfa ekki saman þurfa að samhæfa störf sín til að hámarka árangur. Mikilvægt er að skerpa á skipulagi á öllum stigum viðbragðs en með því að tryggja stjórnun frá upphafi áfalls aukast líkur á að allir þættir samhæfingar eigi auðveldara með að ná áttum sem fyrst og koma reglu á störf.
    Íslendingar eru vanir áföllum, þá sérstaklega þeirra er snerta náttúruhamfarir, veðurofsa o.s.frv. en takmörk hafa verið umfangi hamfara af mannavöldum á borð við hryðjuverk eða fjöldadráp. Ísland hefur ávallt verið álitið öruggt samfélag enda þekkjast glæpir af svo stórri stærðargráðu almennt ekki hér á landi. Þrátt fyrir það þarf að bregðast við breyttri heimsmynd. Hlutverk RLS er að fara með stjórnun slíkra aðgerða komi til þess að samfélagi eða samfélagshópum verði ógnað á þann hátt. Þeir sem innan þess skipulags vinna mega aldrei hugsa „ef“ enda er hluti þeirra starfa að vera öllu viðbúinn.
    Lykilorð: Aðgerðarstjórnun. áfallastjórnun, samhæfingarstjórnun, viðbragðsaðilar, Ríkislögreglustjóri

  • Útdráttur er á ensku

    When societies are hit by a threat that is difficult to manage it’s usually in the hands of emergency response units to apply first life-saving acts and salvaging valuables. Responders usually work in difficult circumstances and need to work quickly under pressure. In demanding situations, it is essential for responders to have commanding operators who deal with command, coordination and providing resources to the field of operations in addition to decision making.
    Communications and information sharing is a key factor in maximizing efficiency with responders who do not cooperate daily. It is essential to streamline response systems and by ensuring command control in the first minutes of a crisis the response system in general is far more likely to succeed at delivering a fast implementation to the operations plan. Icelanders are in general used to crisis such as natural disasters, storms etc. but have so far not had an extreme precedent of man-made disasters, e.g. terrorist attacks, public massacre etc. Iceland has always been associated to safety and relatively low-crime rates though it is vital for responders not to expect such continuation and apply situational awareness. The role of the national commissioner of police is the responsibility of such incidents and applying to command control to all police response. Those operators can not get stuck to an “if” mindset since they are the first and last defence in such situations.
    Keywords: Command control, crisis management, coordination control, emergency response, National Commisioner of Police

Samþykkt: 
  • 5.3.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/49234


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MCM ritgerð-Gunnar Ingi.pdf898,59 kBOpinnPDFSkoða/Opna