is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49235

Titill: 
  • Áhrif samfélagsmiðla á kaupákvarðanir neytenda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Niðurstöðurnar úr ritgerðinni sýna fram á mikilvægi samfélagsmiðla sem áhrifavalds í kauphegðun neytenda. Rannsóknin leiddi í ljós að ákveðnar lýðfræðilegar breytur, svo sem aldur og kyn, hafa marktæk áhrif á hvernig neytendur bregðast við markaðsefni á samfélagsmiðlum, sem samræmist fræðilegum umfjöllunum um mikilvægi sundurgreindrar markaðssetningar. Þessar niðurstöður svara rannsóknarspurningunni um hvaða þættir á samfélagsmiðlum hafa áhrif á kauphegðun neytenda með því að undirstrika mikilvægi skilnings á lýðfræðilegum breytum og þörfina fyrir markaðsfólk að beina skilaboðum sínum með tilliti til þessa.
    Rannsóknin sýndi einnig fram á að traust til auglýsinga á samfélagsmiðlum og áhrifavaldanna sem mæla með vörum er mismikið og upphaflega neikvæð viðbrögð við auglýsingum á samfélagsmiðlum geta oft skýrst af skorti á trúverðugleika þess sem auglýsir og ófullnægjandi upplýsingum um vöruna. Þetta undirstrikar mikilvægi þess fyrir fyrirtæki að byggja upp sterka og áreiðanlega ímynd til að öðlast traust og hollustu viðskiptavina.
    Áhrif ásýndar og skynjaðra gæða voru líka greinileg í niðurstöðunum, þar sem flestir viðmælendur voru líklegri til að kaupa vörur sem þeir töldu aðlaðandi og af góðum gæðum. Þetta undirstrikar hversu mikilvægt er fyrir vörumerki að fjárfesta í hönnun og gæðum, ekki aðeins í framleiðslu heldur einnig í þeirri mynd sem birtist á samfélagsmiðlum.
    Samantektin sýnir að samfélagsmiðlar eru öflugt tól í markaðssetningu sem getur haft áhrif á kaupákvarðanir neytenda. Þetta gefur stjórnendum og markaðsfólki dýrmætar upplýsingar og innsýn sem nýtast í ákvarðanatöku og stefnumótun í markaðsstarfi.

  • Útdráttur er á ensku

    The findings from the thesis highlight the significance of social media as an influencer in consumer purchasing behavior. The research demonstrated that certain demographic variables, such as age and gender, significantly affect how consumers respond to marketing content on social media, aligning with theoretical discussions on the importance of targeted marketing. These results address the research question regarding which factors on social media influence consumer purchasing behavior by emphasizing the importance of understanding demographic variables and the need for marketers to tailor their messages accordingly.
    The study also revealed that trust in advertisements on social media and the influencers endorsing products varies. Initial negative reactions to advertisements on social media can often be explained by a lack of credibility of the advertiser and insufficient information about the product. This underscores the importance for companies to build a strong and reliable image to gain trust and loyalty from customers.
    The impact of appearance and perceived quality was also evident in the results, as most respondents were more likely to purchase products they found attractive and of good quality. This highlights how crucial it is for brands to invest in design and quality, not only in production but also in the presentation on social media.
    In summary, the results show that social media is a powerful marketing tool that can influence consumer purchasing decisions. This provides valuable information andinsights for managers and marketers for decision-making and strategy formulation in marketing activities.

Samþykkt: 
  • 6.3.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/49235


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EW-BSritgerd_.pdf1,72 MBOpinnPDFSkoða/Opna
EW-BSritgerd_.pdf1,72 MBOpinnPDFSkoða/Opna