Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49237
Eftirfarandi verkefni er lokaritgerð til B.Ed. gráðu í kennarafræði, grunnskólakjörsviði, frá Háskólanum á Akureyri. Lokaafurðin er gagnreynd kennsluáætlun auk fylgiskjala til að þjálfa 7. bekk fyrir þátttöku í Stóru upplestrarkeppninni. Sagt er frá tilurð Stóru upplestrarkeppninnar og hver markmið hennar eru. Þá er sjónum beint að núgildandi aðalnámskrá, 2011/2013, auk endurskoðaðra greinaviðmiða frá 2024 með tilliti til hæfniviðmiða um upplestur í 7. bekk.
Í ritgerðinni er skoðað hvað þarf til að verða góður upplesari og helstu lestrarkennsluaðferðir kynntar. Lestur almennt er skoðaður t.d. munurinn á raddlestri og upplestri og greinarmerki eru útskýrð. Komið er inná mikilvægi góðrar framkomu og hvaða áhrif framkoma, öndun og tilfinningar geta haft á röddina. Einnig er fjallað um rannsóknir bæði innlendar og erlendar þar sem fram koma vísbendingar um að upplestur sem kennsluaðferð gefi góða raun varðandi aukið sjálfstraust, betri lesskilning, aukinn orðaforða og bættan framburð. Að lokum er sagt frá hvernig höfundur hefur hagað kennslu í undirbúningi fyrir Stóru upplestrarkeppnina.
The following project is a final thesis for a B.Ed. degree in teacher education, compulsory education elective, from the University of Akureyri. The final product is an evidence-based lesson plan and supporting documents to train 7th graders for participation in the Great Reading Competition. The genesis of the Great Reading Competition is described and its goals are outlined. The focus is then on the current National Curriculum, 2011/2013, as well as the revised subject standards from 2024 with regard to the competency standards for reading in 7th grade. The thesis examines what it takes to become a good reader and introduces the main reading teaching methods. Reading in general is examined, for example, the difference between reading aloud and recitation, and punctuation is explained. The importance of good manners is discussed and what effects demeanor, breathing, and emotions can have to the voice. It also discusses research, both domestic and international, that provides evidence that reading as a teaching method is effective in increasing self-confidence, better reading comprehension, increased vocabulary, and improved pronunciation. Finally, it describes how the author has organized teaching in preparation for the Great Reading Competition.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Að geta tjáð sig með skilningi og tilfinningu.pdf | 1,35 MB | Opinn | Skoða/Opna |