is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4924

Titill: 
  • Þróun munndreifitaflna sem innihalda sýklódextrín
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Munndreifitafla er fast lyfjaform sem komið er fyrir í munnholi og sundrast eða leysist upp með tilkomu munnvatns á stuttum tíma. Markmið verkefnisins var að þróa munndreifitöflur til staðbundinnar lyfjagjafar sem innihalda lyfjaefni sem eru torleyst í vatni. Til að bæta leysni lyfjaefnanna í vatni innihalda munndreifitöflurnar sýklódextrín og vatnsleysanlegar fjölliður.
    Gerðar voru fasa leysni rannsóknir til að kanna áhrif þriggja sýklódextrína á leysanleika dexametasóns, tríamsínólóns og ketókonazóls í vatni. Sama aðferð var notuð til að kanna áhrif vatnleysanlegra fjölliða á leysni lyfjaefnanna í sýklódextrín vatnslausnum. Munndreifitöflur voru framleiddar með frostþurrkun. Sundrunarmælingar og leysnihraðapróf voru síðan framkvæmdar á töflunum til að athuga eiginleika þeirra.
    Náttúrulegu γ-sýklódextrín og hýdroxýprópýl afleiðurnar hýdroxýprópýl-β-sýklódextrín og hýdroxýprópýl-γ-sýklódextrín bættu leysni lyfjaefnanna í vatnslausn. Vatnleysanlegu fjölliðurnar hýdroxýprópýlmetýlsellulósi, pólývinýlpyrrólidón mólþyngd 360.000 og mólþyngd 40.000 bættu leysni tríamsínólóns í sýklódextrín vatnslausnum. Þróunin á munndreifitöflum tókst vel en lokaafurðin innihélt γ-sýklódextrín og fjölliðublöndu. Töflurnar sundruðust á tilsettum tíma og voru nægilega harðar til að þola almenna meðhöndlun. Niðurstöður verkefnisins gefa góðan grunn fyrir áframhaldandi þróun á munndreifitöflunum.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð til janúar 2011
Samþykkt: 
  • 4.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4924


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Báraritgerð.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna