Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49248
Bakgrunnur: Niðurstöður rannsókna sýna að fæðingarupplifun getur haft skammvinn og langvarandi áhrif á sálfélagslega líðan maka. Fæðingaránægja og upplifun maka verður fyrir margvíslegum áhrifum sem undirstrikar mikilvægi þess að greina þarfir maka eftir aðstæðum og veita viðeigandi stuðning í öllu barneignarferlinu. Ljósmæður geta veitt mökum mikilvægan stuðning með viðveru, góðri samskiptahæfni og viðeigandi upplýsingagjöf sem getur haft jákvæð áhrif á fæðingaránægju og upplifun maka.
Markmið: Að skoða fæðingarupplifun maka 6 – 12 vikum eftir fæðingu og upplifun þeirra af veittum stuðningi ljósmæðra.
Aðferð: Unnið var með gögn úr alþjóðlegri þversniðsrannsókn. Úrtakið innihélt 116 maka og var gögnum safnað á Íslandi árið 2022. Skýribreytur rannsóknarinnar voru upplifað áfall í fæðingu og hvort þeir höfðu eignast barn áður eða ekki. Svarbreyturnar voru fæðingaránægja maka, upplifun fæðingar og upplifun af erfiðleika fæðingar. Bakgrunnsbreyturnar aldur, kyn, menntun og heimilistekjur voru skoðaðar sem og fæðingarmáti og upplifun af tilfinningalegum stuðningi ljósmæðra á meðgöngu. Notast var við línulega aðhvarfsgreiningu og kí- kvaðrat marktæknipróf til greininga á marktækum tengslum milli skýri- og svarbreyta.
Niðurstöður: Af þeim mökum sem tóku þátt í rannsókninni voru 94,9% ánægðir með fæðinguna, 94,8% voru ánægðir með veitta umönnun ljósmæðra í fæðingunni. Hinsvegar voru einungis 55,2% ánægðir með tilfinningalegan stuðning ljósmæðra á meðgöngu. Makar sem höfðu eignast barn áður voru marktækt líklegri til að upplifa fæðinguna auðvelda samanborið við þá sem voru að eignast fyrsta barn. Þá voru makar sem upplifa meira áfall í fæðingunni marktækt líklegri til að meta fæðingaránægju minni.
Ályktanir: Makar kvenna í fæðingu á Íslandi virðast að mestu vera ánægðir með upplifun sína og með veitta umönnun ljósmæðra í fæðingu en lýsa síður ánægju með upplifun af meðgönguvernd. Makar upplifa sterkar tilfinningar í fæðingu og ýmislegt bendir til að einstaklingsmiða þurfi þjónustu við maka.
Lykilorð: Makar, fæðingarupplifun, fæðingaránægja, ljósmóðurfræði
Background: The birth experience can have both short- and long-term effects on a partner’s psychosocial well-being. Partner birth satisfaction and experience are influenced by various factors, emphasizing the importance of assessing their needs and providing appropriate support throughout the perinatal period. Midwives play a crucial role by offering presence, effective communication and giving appropriate information, which can positively impact partner birth satisfaction and experience.
Objective: To examine the birth experience of partners 6–12 weeks postpartum and their perception of the support provided by midwives.
Method: Data were collected in Iceland in 2022 as part of an international cross-sectional study. The sample included 116 partners. Key variables included whether the partner had children before, how traumatic they perceived the birth, birth satisfaction, and emotional support during pregnancy. Background factors such as age, gender, education, household income, and mode of birth were considered. Statistical analyses included linear regression and chi-square tests to identify significant associations.
Results: Among participants, 94.9% reported higher birth satisfaction and 94.8% were satisfied with the midwifery care received during labor. However, only 55.2% were satisfied with the emotional support provided by midwives during pregnancy. Partners who had previous children were significantly more likely to perceive childbirth as easier compared to first-time partners. Additionally, partners who experienced the birth as more traumatic were more likely to report lower birth satisfaction.
Conclusions: Partners of birthing women in Iceland generally report high satisfaction and with midwifery care during labor but lower satisfaction with prenatal emotional support. Strong emotions are involved in childbirth and findings suggest that midwifery services should be more tailored to meet the individual needs of partners throughout the perinatal period.
Keywords: Partners, childbirth experience, birth satisfaction, midwifery
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni_Bryndís_Guðmundsdóttir_Fæðingarupplifun maka á Íslandi.pdf | 1,55 MB | Lokaður til...21.03.2028 | Heildartexti | ||
yfirlýsing.pdf | 327,86 kB | Lokaður | Yfirlýsing |