is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4925

Titill: 
  • Lífeyrissjóðir sem hluthafar
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um hvort, og þá að hvaða marki og hvernig, lífeyrissjóðir á Íslandi beita sér sem hluthafar í félögum. Kynnt er til sögunnar eftirfarandi rannsóknarspurning: Er ástæða til að setja skýrari reglur um fjárfestingar lífeyrissjóðanna, og hæfi, hæfni og val stjórnarmanna þeirra? Ritgerðin skiptist í þrjá kafla. Í fyrsta kafla er farið yfir sögu lífeyrissjóðanna, og uppbyggingu lífeyriskerfisins hér á landi sem byggir á sjóðsöfnun. Fjallað er um þátt aðila vinnumarkaðarins í útbreiðslu almennrar lífeyrissjóðsaðildar og skylduaðild að lífeyrissjóðum. Tæpt er á hvernig eignasafn lífeyrissjóðanna hefur vaxið og þróast frá því að vera að meginuppistöðu reist á skuldabréfum og sjóðfélagalánum yfir í fjölbreytta samsetningu eignaflokka með innlendum og erlendum verðbréfum sem leitt hafa til þess að lífeyrissjóðirnir eru í dag mikilsvirkur stofnanafjárfestir á fjármagnsmarkaði, m.a. á hlutabréfamarkaði.
    Annar kafli fjallar um uppbyggingu, stjórnkerfi og réttarheimildir lífeyrissjóða, m.a. mismunandi gerðir sjóða, lífeyrissjóði í félagaréttarlegu tilliti og rammalöggjöf um starfsemi sjóðanna; lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda nr. 129/1997. Fjallað er um hæfi, hæfni og val stjórnarmanna skv. lögum og samþykktum sjóðanna og borið saman við hlutafélagalöggjöfina og lög um fjármálafyrirtæki. Fjallað er um fjárfestingarstefnu og hluthafastefnu sjóðanna og alþjóðlegar leiðbeinandi reglur sem skilyrði fyrir fjárfestingum, samskipta- og siðareglur og kenningar um stjórnarhætti.
    Í þriðja kafla er gerð grein fyrir niðurstöðum könnunar sem lögð var fyrir stjórnendur allra aðildarsjóða Landssamtaka lífeyrissjóða, 33 sjóða, þar sem spurt var út í hagsmunagæslu sjóðanna sem hluthafar og hvort sjóðirnir beittu grundvallarréttindum á borð málfrelsis- tillögu- og atkvæðisrétti á hluthafafundum. Meginniðurstaða könnunarinnar er sú að lífeyrissjóðirnir hafa upp til hópa verið óvirkir hluthafar, einkum minni lífeyrissjóðir. Meginniðurstaða ritgerðarinnar er sú að reglur um hæfi og hæfni stjórnarmanna eru skýrar, skerpa þarf á reglum um val stjórnarmanna í sumum tilvikum. Þá er ástæða til að sjóðirnir setji sér allir reglur um skilyrði fyrir fjárfestingum sínum og viðhafi jafnframt virka eigendastefnu til að gæta hagsmuna sjóðfélaga.

Samþykkt: 
  • 4.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4925


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MEISTARA-RITGERÐIN - til rafr. skila.pdf959.35 kBLokaðurMeginmál og tveir viðaukarPDF
Forsida_MA_ritgerd.pdf43.46 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
VIÐAUKI 3 - til rafr. skila.pdf1.06 MBLokaðurViðauki nr. 3PDF