is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4927

Titill: 
  • Íslensk ungmenni og fjölmiðlar á nýrri öld
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fjölmiðlar eru órjúfanlegur hluti daglegs lífs ungs fólks. Mikilvægt er skoða notkun þessa hóps á fjölmiðlum. Með aukinni tækniþróun opnast nýir möguleikar í fjölmiðlanotkun. Tækifærin eru mörg en hætturnar eru líka margar. Hér verður greint frá svörum 2876 nemenda úr 5-10. bekk úr 11 skólum í Reykjavík, Akureyri og Vestmannaeyjum við spurningum um fjölmiðlanotkun. Einnig verður greint frá niðurstöðum rýnihópaviðtala sem tekin voru við 24 nemendur úr tveim skólum í Reykjavík. Meðal þess sem kom fram var að 91% þátttakenda sögðust eiga farsíma. Sú þróun að bóklestur ungs fólks á Íslandi fari minnkandi virðist vera að stöðvast. Þátttakendur sögðust nýta sér netið í miklum mæli. Notkun Netsins virðist vera orðið daglegt brauð hjá eldri hópunum sem hér var fjallað um. Notkun á félagstengslasíðum eins og Facebook var mikil, sérstaklega hjá eldri þátttakendunum. Niðurhal á Netinu fer vaxandi og eru strákar duglegri við það en stelpur. Í ljós kom að 75% stráka sem tóku þátt í rannsókninni sækja sér efni á Netinu. Myndefni og tónlist var vinsælasta efnið til að sækja. Ljóst er að fjölmiðlanotkun ungs fólk er töluverð og rannsaka þarf hana til þess að hægt sé að meta umfang og eðli hennar.

Samþykkt: 
  • 4.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4927


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-Ritgerð Sigurður Ingi Árnason.pdf601.31 kBLokaðurHeildartextiPDF
Efnisyfirlit.pdf9.23 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf18.49 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna