Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49300
Introduction: Delirium is an acute condition characterised by disturbed awareness, disorientation and behavioural disturbances. In children, delirium is often underdiagnosed and mistreated. Medication use is a key contributor, with various classes of medications linked to its onset. This systematic review aimed to identify medications associated with the causation of paediatric delirium and to summarise treatment options and preventive measures.
Methods: The protocol for this systematic review adhered to the Joanna Briggs Institute methodology, was registered with PROSPERO [CRD42024598459], and reported in accordance with PRISMA guidelines. A comprehensive search strategy was developed and applied to twelve databases. Additionally, 61 websites of medical and paediatric societies were manually searched for relevant published guidelines. Studies in English, German or Icelandic were included. Inclusion criteria focused on original studies, guidelines, literature reviews and grey literature involving children aged 0 to 18 years, diagnosed with delirium after exposure to any pharmacological measures. Quality appraisal was conducted using appropriate tools for each study design (JBI, SANRA, AGREEII, MMAT & PRISMA ScR). Results were synthesised narratively, with tables and figures.
Results: A total of 4,358 documents were identified, of which 112 were included. Medication classes most frequently associated with the causation of paediatric delirium included anaesthetics, benzodiazepines, opioids and anticholinergics. Emergence delirium following anaesthesia was a commonly reported phenomenon. Preventive strategies were more frequently studied than treatment, with α2 adrenergic agonists proving to be an effective option for reducing the incidence of emergence delirium in children. Only a few studies demonstrated clinical results for treatment strategies, and data on antipsychotic use were limited.
Conclusions: Medications utilised in perioperative and critical care settings were frequently associated with delirium in children, with anaesthetics, benzodiazepines and opioids being the most reported. α2 adrenergic agonists, especially dexmedetomidine, were found to be effective as a preventive treatment option in most cases. Despite the number of studies included, gaps remain, especially in treatment options. Further research is needed to improve safety and clinical care related to paediatric delirium.
Inngangur: Óráð er bráðaástand sem einkennist af röskun á meðvitund, óáttun og óeðlilegri hegðun. Hjá börnum er óráð oft vangreint og ekki meðhöndlað á viðeigandi hátt. Lyfjanotkun er orsakavaldur óráðs þar sem magvíslegir lyfjaflokkar stuðla að þróun þess. Markmið þessarar kerfisbundnu samantektar var að safna saman upplýsingum um þau lyf sem geta orsakað óráð hjá börnum, sem og að draga saman meðferðarúrræði og forvarnarnaraðgerðir.
Aðferðir: Aðferðarlýsing fyrir þessa samantekt var í samræmi við aðferðarfræði Joanna Briggs-stofnunarinnar, var skráð hjá PROSPERO [CRD42024598459] og sett fram í samræmi við PRISMA-leiðbeiningar. Leitarstrengur var búinn til og gerð var alhliða leit í tólf gagnagrunnum ásamt handvirkri leit á 61 vefsíðu barna- og læknasamfélaga til að finna viðeigandi klínískar leiðbeiningar. Leitin náði yfir rannsóknir sem birtar hafa verið á ensku, þýsku eða íslensku. Leitarforsendur miðuðust við frumrannsóknir, klínískar leiðbeiningar, yfirlitsgreinar og gráprent sem fjölluðu um börn á aldrinum 0 til 18 ára sem greinst höfðu með óráð í kjölfar hvers kyns lyfjameðferða. Gæðamat var framkvæmt með viðeigandi mælitækjum fyrir hverja rannsóknarhönnun (JBI, SANRA, AGREE II & PRISMA ScR). Niðurstöður voru settar fram í frásögn, ásamt töflum og myndum.
Niðurstöður: Alls voru 4,358 heimildir auðkenndar og þar af voru 112 teknar með í samantektina. Þeir lyfjaflokkar sem tengdust helst orsökum óráðs hjá börnum voru svæfingarlyf, bensódíazepín, ópíóðar og andkólínvirk lyf. Óráð við vöknun í kjölfar svæfingar reyndist vera algengasta orsökin sem greint var frá. Meira var fjallað um fyrirbyggjandi aðgerðir til að draga úr tíðni óráðs en meðferðarúrræði við óráði og reyndust α2 adrenergir agónistar, þá sérstaklega dexmedetómidín, áhrifamesti kosturinn til að draga úr tíðni óráðs við vöknun hjá börnum. Aðeins nokkrar rannsóknir sýndu marktækar niðurstöður um meðferð gegn óráði og umfjöllun um notkun geðrofslyfja var takmörkuð.
Ályktanir: Orsakatengsl á milli lyfjanotkunar í aðgerðarfasa og á gjörgæsludeildum voru margsinnis tengd við þróun óráðs hjá börnum, sérstaklega þegar um var að ræða svæfingarlyf, benzódíazepín og ópíóða. α2 adrenergir agónistar, einkum dexmedetómidín, reyndust í flestum tilvikum árangursríkir sem fyrirbyggjandi meðferð við óráði. Þrátt fyrir fjölda rannsókna er enn skortur á upplýsingum og þá sérstaklega í tengslum við meðferðarúrræði. Því er þörf á frekari rannsóknum til að bæta öryggi og klíníska umsjá tengt óráði hjá börnum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Medication-Induced Delirium in Children - JL 2025.pdf | 1,4 MB | Lokaður til...15.04.2027 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing - Skemman.pdf | 30,46 kB | Lokaður | Yfirlýsing |