is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4932

Titill: 
  • Heyrandi börn heyrnarlausra foreldra. Hvað gerir þau ólík öðrum heyrandi börnum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að skoða þann hóp barna sem kallaður hefur verið CODA börnin, sem eru heyrandi börn heyrnarlausra foreldra. Þetta er hópur barna sem býr út um allan heim og þrátt fyrir að einstaklingarnir búi ekki í sama landi eiga þeir margt sameiginlegt.
    Í byrjun er í stuttu máli farið yfir það hver þessi börn eru og rætt um það hversu óalgengt það er að heyrnarlausir foreldrar eignist heyrnarlaus börn. 90% heyrnarlausra einstaklinga eignast heyrandi barn sem gerir það að verkum að CODA börnin eru all nokkur. Talað er um hvað heyrnarlaus fjölskylda er og hvernig það er að fæðast inn í þannig gerða fjölskyldu. Einn kaflinn fer í að tala um móðurmál þessara barna og tvítyngi þeirra. Þar er aðalega stuðst við annars vegar rannsókn sem gerð var 2004 af Katrínu Einarsdóttur og Valdísi Jónsdóttur og hins vegar þróunarverkefni sem unnið var á leikskólanum Sólborg veturinn 2003-2004. Þessi málaflokkur er lítið rannsakaður og erfitt að gera sér grein fyrir málþroska þessara barna þó að ýmsar ályktanir megi draga af þessum tveimur verkefnum. Einn kaflinn fjallar um félagslega stöðu CODA barna en því miður fundust engar samanburðarrannsóknir á félagslegri stöðu CODA barna og annarra barna. Þess í stað var notast við frásagnir fullorðinna CODA barna og viðtal við starfsmann Félags heyrnarlausra á Íslandi. Í því viðtali kom í ljós að ekki var farið að huga að þessum hóp hér á landi fyrr en í kringum 2006 og allt sem tengist þessum börnum hér á landi er á algjöru grunnstigi.
    Þrátt fyrir að all flestar heimildir sem notaðar voru við gerð þessarar ritgerðar séu erlendar virðist á öllu sem hægt sé að heimfæra þær á íslenskar aðstæður og íslensk börn. Við lestur heimilda kom í ljós að margt áttu heyrandi börn heyrnarlausra foreldra sameiginlegt þó heil mannsævi væri á milli. Frásagnir CODA barna sem fædd voru í kringum 1930 voru í flest öllum atriðum eins og frásagnir þeirra er fæddir voru í kringum 1975

Samþykkt: 
  • 5.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4932


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ba á leið í prentun.pdf221.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna