en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/49334

Title: 
  • Title is in Icelandic Gagnrýnin hugsun og sköpun í félagsþjónustu: Hvar eru tækifærin og hvar eru áskoranirnar?
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Gagnrýnin hugsun og sköpun eru taldar meðal lykilhæfni 21. aldarinnar og hafa því fengið aukið vægi í almennri umræðu. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á notkun gagnrýnnar hugsunar og sköpunar í endurskoðun félagsþjónustu. Pólitískar áherslur, óljós stefnumótun, takmarkað fjármagn og skortur á mannafla eru meðal helstu áskorana sem þjónustan stendur frammi fyrir. Með skýrari stefnumótun, skipulagi og gæðaeftirliti er hægt að þróa þjónustu sem mætir kröfum samfélagsins um aukin gæði og bætta þjónustu. Greint er frá því hvernig samþætting gagnrýnnar hugsunar, sköpunar og sköpunargáfu nýtist í lausnamiðaðri nálgun. Fjallað er um samspil þekkingar, leikni og hæfni í tengslum við þessi hugtök og hvernig þau geta stutt við þróun þjónustunnar. Ritgerðin byggir á fræðilegri greiningu og dregur fram hvernig gagnrýnin hugsun og sköpun getur bætt stefnumótun, verklag og eftirlit innan félagsþjónustunnar. Áhersla er lögð á breytt hugarfar allra hagaðila og mikilvægi þess að þróa þjónustu sem er bæði fagleg og sjálfbær með hliðsjón af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og stefnu Íslands um sjálfbæra þróun. Niðurstöður benda til þess að með því að efla gagnrýna hugsun og sköpun sé hægt að þróa markvissari og sjálfbærari félagsþjónustu til framtíðar.

Accepted: 
  • Apr 15, 2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/49334


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
jem13_JennyMagnusdottir_BAritgerð_LokaverkPDF.pdf804,71 kBOpenComplete TextPDFView/Open
Yfirlýsing fyrir Skemmu m. undirskrift.pdf68,64 kBLockedDeclaration of AccessPDF